Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 82
Ólafur B. Thors, annar tveggja forstjóra Sjóvár-Almennra, segir að rœðismanns-
starfð hafi á köflum verið mjög erilsamt en afar ánægjulegt. „Það var löngu orðið
tímabœrt að Islendingar og Japanir opnuðu sendiráð hvor hjá öðrum. “
JflPANSKIR DflGflR FRJÁLSRAR VERSLUNflR
mennsku fyrir Japani 1963 og í flarveru hans hafði
ég oftlega gripið inn í málefni konsúlatsins og var
þeim því sæmilega kunnugur. En ég vissi líka
mætavel að þetta ólaunaða starf gat orðið erilsamt
á köflum og var heldur tregur til að taka við þessu.
Það sem úrslitum réði var þó það að í landinu var
þegar allstór hópur Japana, sem þekktu orðið vel til
okkar og skrifstofu okkar og þeir lögðu hart að
mér að taka starfið að mér. Japanir eru oft íhalds-
samir og tregir til breytinga hafi hlutirnir gengið
með þeim hætti sem þeim líkar. Það varð því úr að
ég var skipaður ræðismaður í desember 1981 og
fékk viðurkenningu íslenskra yfirvalda á árinu
1982.“
Fimmtán til tuttugu fyrírspurnir á viku „Þegar ég
tók við þessu starfi var það komið í allfastar
skorður. Viðskipti og samskipti við Japan höfðu
aukist mjög og eflst á undanförnum 20 árum og
lengi vel höfðum við verið í hópi fárra þjóða sem
höfðu hagstæðan viðskiptajöfnuð við Japan. Hér á
landi var alltaf mikill áhugi á viðskiptum við Japan
og hingað kom mikið af fyrirspurnum um mögu-
leika á kaupum á ýmsum varningi þaðan. Að með-
altali hafa borist hingað þetta 15-20 fyrirspurnir á
viku. Okkar hlutverk var þá að afla upplýsinga og
koma á tengslum.
Aðalstarf okkar var hins vegar að aðstoða Jap-
„Sendiherra4
Japana í tuttugu ár
etta átti sér nú býsna langan að-
draganda," segir Olafur um
hvernig það atvikaðist að hann
varð kjörræðismaður Japana hérlendis.
,Að loknu lögfræðiprófi 1963 hóf ég
störf hjá Almennum tryggingum hf.
sem deildarstjóri. Eg varð þar aðstoðar-
forstjóri 1970 til 1976 og forstjóri frá
1976 þar til 1989 þegar Almennar
tryggingar og Sjóvá sameinuðust undir
nafninu Sjóvá-Almennar og hef verið
annar tveggja forstjóra síðan. Baldvin
Einarsson, forveri minn hjá Almennum
tryggingum, hafði tekið að sér ræðis-
/
Olafiir B. Thors, annar tveggja for-
stjóra Sjóvár-Almennra, hefur verid
mðismaður Japana á íslandi í bráðum
tuttugu ár. Segja má að Ólafur hafi
verið eins konar sendiherra Japana hér
á landi svo mikil hafa samskipti pess-
ara tveggja eyþjóða verið.
Efitir Olaf Hannibalsson
ani, sem hingað voru kornnir í ýmiss
konar erindum, þar sem hér var ekkert
sendiráð til að greiða götu þeirra. Undir
slíkum kringumstæðum er ekki alltaf
gerður skarpur greinarmunur á heið-
urskonsúl og sendiherra. Því hefur
lengi verið haldið fram að miðað við um-
fang viðskipta milli þessara tveggja ey-
þjóða þyrfti Japan að hafa meira um-
leikis hér en kjörræðismann og því er
ég hjartanlega sammála. Sem betur fer
er að rætast úr því með stofnun sendi-
ráðs Japana hér á landi, sem verið er að
opna núna þessa dagana.
Lítið gefnir fyrir óvæntar uppákomur
í för með Obuchi forsætisráðherra var aragrúi af fjölmiðlafólki og hann og fylgdarlið hans ferðuðust um
í tveimur Boeing 747 þotum. Þeir undirbjuggu heimsóknina allt til minnstu smáatriða. Japanir eru
mjög nákvæmir í öllum sínum vinnubrögðum og lítið gefnir fyrir óvæntar uppákomur.
82