Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Page 90

Frjáls verslun - 01.01.2001, Page 90
Hajime Matsumura, fulltrúi jaþanska sendiráðsins í Osló, Olafur B. Thors, ræðismaður fapana á Islandi, og Minoru Okazaki, en hann mun veita sendiráðinu forstöðu fyrst um sinn sem fulltrúi sendiherrans. Okazaki heilsaði upp á Ólaf Minoru Okazaki mun veita japanska sendiráðinu í Reykja- vík forstöðu fyrst um sinn og verður fulltrúi sendiherr- ans sem kemur hingað til lands síðar. Okazaki heilsaði upp á Olaf B. Thors, ræðismann Japana á Islandi, á dögunum. Með honum i för var Hajime Matsumura, fulltrúi í sendiráðinu í Noregi. Tilefnið var auðvitað opnun sendiráðs Japana á Hótel Sögu hinn 5. febrúar sl. Sendiráðið verður fyrst um sinn til húsa á neðstu hæð hótelsins, þar sem áður voru skrifstofur þess, á meðan leitað verður að framtíðarhúsnæði fyrir sendiráðið. Bll JflPflNSKlR DflGflR Edik er talsvert notað í matargerðina og sætt hrísgrjónavín. Helstu kryddtegundir eru ferskt engifer, græn piparrót (Wasabi) og rauður pipar. Sesamfræ eru mikið notuð, soðin eða ristuð, og svo sesamolia. Japönsk hreðka, sem hér á landi er kölluð kínversk hreðka, er röspuð en hún er fremur bragðsterk. Sushi er hrár fiskur með hrísgrjónum en sé hann án gijóna heitir han sasimi. Sukiyaki er þekktur réttur sem varð þó ekki til fyrr en á síð- ustu öld. Hann samanstendur af örþunnum nautakjötssneið- um sem soðnar eru með núðlum í stórum potti. Sukiyaki þýð- ir „Það sem mér finnst best að elda“ og í þennan rétt er gjarn- an bætt ýmsu grænmeti eftir smekk kokksins. Eins konar naglasúpa eða súpa í líkingu við kjötsúpu okkar. Nautakjötið er sérlega bragðgott þar sem nautin hafa verið látin drekka bjór í nokkrar vikur fyrir slátrun og jafnvel nudduð til að fitu- sprengja kjötið. Þessi réttur er látinn í litlar skálar með hráu eggi og hrísgrjónum. Fyrst eru kjötið og grænmetið borðað en þegar það er búið er eftir súpa með hrísgrjónum. Hefðbundnir eftirréttir eru svolítið öðruvísi en á Vestur- löndum. Þar sem sykur er nokkuð notaður í matargerðina setur hann bragð sitt á matinn og því ekki þörf á sætum eftir- réttum. I staðinn eru borðuð soðin grjón og misosúpa, stund- um með legnu grænmeti. (Heimild: Kristín ísleifsdóttir, hönnuður.) 35 Japönsk matargerð Að læra japönsku Japanskur matur er fremur einfaldur og léttur. Hann er fallegur að sjá því talsverð áhersla er lögð á útlit og ilm og diskar og áhöld oft valin með tilliti til þess hvaða stemmingu á að skapa með matnum. Frumskilyrði er að allt hráefni sé ferskt og sjávarfang ýmiskonar er mikið notað. Einnig grænmeti, sem ræktað er á litlum, þröngum svæðum, og rótarávextir sem koma úr ljallshlíðum. Morgunmatur og kvöldverður eru meginmáltíðir dagsins. I morgunverð eru gjarnan höfð soðin grjón og misosúpa sem gerð er úr soja, grillaður fiskur og „pickles", sem er kryddað og legið grænmeti. Með þessu er drukkið heitt te. í hádegis- mat borða Japanir létta núðlusúpu eða steiktar núðlur með grænmeti. Ferskar núðlur þykja bestar, auðvitað. Dæmigerður kvöldverður samanstendur af 6-7 réttum: Hrísgrjónum, misosúpu, aðalrétti og 2-4 smáréttum. Oftast er fiskur eða sjávarfang aðalrétturinn, smáréttirnir geta verið úr tófú, baunum, grænmeti eða rótarávöxtum. Máltíðin þarf að miðla hreysti og orku og til að svo verði þarf eitthvað að koma úr sjónum, eitthvað af akrinum og eitthvað úr íjallinu. Helstu sósur eru Dashi, sem búin er til úr soði af þangi, Bonito, úr þurrkuðum túnfiski og sojasósa, sem gerð er úr gerjuðum sojabaunum en er yfirleitt léttari en sósan sem fæst í öðrum Asíulöndum. Námskeið í japönsku hafa verið haldin hjá Endurmennt- unarstofnun HI síðan 1996 og alls hafa um 150 nemend- ur tekið þátt í þeim. Fyrstu tvö skiptin kenndi Jón Egill Eyþórsson en Tomoko Gamo hefur kennt frá árinu 1998 og hafa þau námskeið verið kennd í samvinnu við Tómstunda- skólann Mími. Námskeiðin eru styrkt af Scandinavia -Japan Sasakawa Foundation, sem er deild innan Nippon Foundation. Vilji fólk fræðast nánar um samtökin er slóðin: http://www.nippon- foundation.or.jp og upplýsingar um Islandsdeild þeirra gefur Helga Magnúsdóttir í síma 553-7705. Oddný Sverrisdóttir hjá Endurmenntunarstofnun HI segist verða vör við mikinn áhuga á japönsku þjóðfélagi og menningu og upp hafa komið hugmyndir um námskeið þar að lútandi. Síðastliðið vor hélt Endurmenntunarstofnun HÍ námskeið- ið: Viðskipti við Japan - Innsýn í ólíkan menningarheim. Kennari var Denis Niedringhaus, bandarískur ráðgjafi sem búsettur er í París. Hann hefur haldið fyrirlestra víða um heim sl. sjö ár um viðskiptaheim Japana, en hann vann í nokk- ur ár fyrir japönsk útflutningsfyrirtæki, hótel og banka. Hann talar japönsku reiprennandi og það hefur gefið honum tæki- færi til að kynnast náið starfsemi japanskra fyrirtækja. Japanska verður seint talin auðvelt mál að læra, að minnsta kosti fyrir okkur Vesturlandabúa. Hjá Endurmennt- unarstofnun HI er hægt að læra þetta kliðmjúka mál og ýmis- legt um siði Japana og venjur.Uj 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.