Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Síða 95

Frjáls verslun - 01.01.2001, Síða 95
JAPflNSKIR DflGflR Þegar ég var rétt að skríða út úr menntaskólanum og var ekki farinn að vinna hjá fyrirtækinu að gagni, var að snattast og sendast, hóf faðir minn innflutning Datsun bifreiða frá Japan,“ segir Júlíus Vífill. „Ekki reyndar beint frá Japan, held- ur var hann í viðskiptum við danskt fyrirtæki, sem var með umboð fyrir Datsun, og þótt hann hefði ekki mikla trú á því að þetta gengi vildi hann samt reyna, sem var kannski eins gott því á þessum tíma, árið 1972, var hann einnig í viðræðum við British Leyland og ætlaði að kaupa frá þeim, Austin og Morris, en fáum datt í hug að fyrirtækið stæði á slik- um brauðfótum sem raun bar vitni. Fæstir gátu gert sér í hugarlund að bílainnflutningur frá Japan gæti Júlíus Vtfill Ingvarsson, framkvœmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni: „I Japan þarfað gæta ákveðinna siðvenja. Fyrst í stað á ferðum okkar þangað mátti maður hafa sig allan við að verða ekki ókurteis, ekki taka í höndina á hverjum sem var og ekki tala eins beinskeytt og venjulega. “ FV-mynd: Geir Olafsson. Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni: Japanir náðu tækniforskoti borgað sig, einfaldlega vegna mikils flutningskostnaðar, en það álit breyttist fljótt Japanir voru snöggir að ná fót- festu í Evrópu þar sem bílar þeirra voru bæði ódýrari, og að mörgu leyti vandaðri, en bæði þeir evrópsku og amerísku og því urðu þeir fljótt vinsæl- ir. Bílaframleiðsla í Evrópu stóð á þeim tíma nokkuð í stað og hafði litið þróast, framleiðslan var gamaldags og dýr. En Japanir fóru aðra leið, tóku tæknina í þjónustu sína og hófu á átt- unda áratugnum að selja upp söluskrifstofur og jafnvel verk- smiðjur í Evrópu til að greiða fyrir viðskiptunum. Smátt og smátt hækkaði þó verðið á japönsku bílunum og helgaðist það ekki síst af þvi að laun hækkuðu mjög í Japan í kjölfar breytinga á fram- leiðsluháttum. Hins vegar héldust gæðin áfram mikil og þvi komust þeir upp með að hækka verðið án þess að tapa viðskipt- um og urðu í raun í fararbroddi hvað það varðaði að framleiða vandaða bíla. Arið 1983 hófum við innflutning á Nissan, sem var í raun Datsun, en nafninu hafði verið breytt til samræmis þar sem það ruglaði kaupendur í rirninu að hafa tvo bíla sem voru eins en hétu sitt hvoru nafninu. Nissan Motor Company framleiddi Datsun og því var ákveðið að halda Nissan nathinu.“ Heilayur StÓII ,Arið 1976 sá faðir minn auglýsingu frá fyrirtæki sem framleiddi fólksbíla með flórhjóladrifi. Þetta þótti honum merkilegt og hann hafði samband við forsvarsmenn fyrirtækis- ins þar sem þeir voru á ferðalagi og samdi um innflutning á Subaru bifreiðum. Subaru var þá bara lítil verksmiðja, sem hún raunar er enn á heimsvísu, en var fyrst og fremst þekkt fyrir að hafa framleitt sprengjur og flugvélar í stríðinu. Meðal annars framleiddi fyrirtækið hinar frægu „sjálfsmorðs- flugvélar" Japana sem höfðu hjólabúnað til að takast á loft en ekki til að lenda. í verksmiðjuna hafði keisar- inn eitt sinn komið og setið þar á stól á meðan hann var að heiðra flugmennina sem áttu eftir að láta líf sitt við að fljúga á mikilvæg mannvirki óvinanna. Stóllinn sá var síðar girtur af og geymdur eins og hver önnur gersemi árum saman af því að keisarinn hafði setið á honum.“ Sameining stóru fyrirtækjanna „í Japan þarf að gæta ákveðinna siðvenja þó svo það hafi heldur slaknað á í þeim efnum upp á síðkastið. Fyrst í stað á ferðum okkar þangað mátti maður hafa sig allan við að verða ekki ókurteis, ekki taka í höndina á hverjum sem var og ekki tala eins beinskeytt og við Vesturlandabúa því Japanii' tala gjarnan svolítið í kringum hlutina áður en þeir komast að kjarna málsins. Eg fór þangað árlega og stundum tvisvar á ári í tengslum við bílainnflutninginn og einnig skoðaði ég leikföng fyrii- heildsöluna okkar, ég kann þó því miður nánast ekkert í japönsku. Eg á reyndar kennslu á kasettum en hef ekki lagt í að læra málið þar sem það er mjög erfitt, get sagt eitt og eitt orð, svona mest til að ganga í augun á félögum mínum. Árið 1993 bættist Isuzu í hóp fyrirtækja sem við höfðum við- skipti við en þá vorum við komin í viðskiptasamband við þrjú stórfyrirtæki, Nissan, Subaru og Isuzu. Þessir stóru framleið- endur hafa verið að sameinast og eignast hluti hver í öðrum upp á síðkastið og þannig hefur Nissan haft samvinnu við Renault og General Motors, sem hefur verið stóri aðilinn í Isuzu, og svo hafa þeir einnig eignast hlut í Subaru. Viðskiptin við þessi fynr- tæki ganga vel og við erum sáttir við okkar hlut á markaðnum.“ Samtals voru fluttir inn 8.852 japanskir bílar á árinu 1999 og 7.738 á árinu 2000, sem er 57.6% af heildarinnflutningi fólksbíla 1999 og 57% árið 2000. Hlutfall Ingvars Helgasonar og Bílheima í sölu japanskra bíla var 31,9% árið 1999 og 33,7% á liðnu ári. Ö3 Ingvar Helgason, sem flytur m.a. inn Nissan, Subaru og Isuzu, er helsti / innflytjandi japanskra bíla á Islandi. „Japanir nábu fótfestu í Evrópu meó bíla sína vegna tækniforskots. “ Eftir Vigdísi Stefánsdóttur 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.