Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 33
 Árni Hauksson, forstjóri Húsasmiðjunnar, fœr það óþvegið - enda verður að ætla að bók Boga sé til að klekkja á honum frekar en að Bogi sé að „skrifa sig frá reiðinni Bogi Þór Siguroddsson fer mikinn í bókinni. Hún er athyglisverð en margir sþyrja sig að því hvort hann hefði átt að gefa hana út og setja sþurningamerki við siðferði hans sjáljs í frásögnum afmönnum. Bogi Þór Siguroddsson lætur Árna Hauksson, núverandi for- stjóra Húsasmiðjunnar, og þann sem yfirtók félagið ásamt vini sínum Hallbirni Karlssyni, fyrrverandi starfsmanni Kaupþings og núverandi framkvæmdastjóra sölus\dðs Húsasmiðjunnar, finna til tevatnsins. Bogi Þór hefur mikið til síns máls um ódrengi- lega framkomu Árna í sinn garð. Árni Hauksson, sem var fjár- málastjóri Húsasmiðjunnar og undirmaður Boga, gerði nokkrar kórvillur í mannlegum samskiptum í aðdraganda kaupanna á Húsasmiðjunni. Það fer ekkert á milli mála að Árni sveik yfir- mann sinn, stakk undan honum með kaupunum og brást trúnaði hans. Slíkt gera menn ekki og Árni getur aldrei þvegið hendur sínar af þeim mistökum. Árni átti að segja upp sem fjármálastjóri Málið er einfalt. Þegar Árni Hauksson fékk fyrst áhuga á að kaupa sjálfúr Húsa- smiðjuna, vitandi af fyrirætlunum forstjóra síns, átti hann að segja starfi sínu lausu sem íjármálastjóri Húsasmiðjunnar og undir- maður Boga, en Bogi réð hann til fyrirtækisins á sinum tíma. Hann áttí að greina honum frá því að hann gæti ekki unnið af heil- indum með honum lengur þar sem hann væri sjálfur kominn á kaf í málið og þeir væru orðnir keppinautar um fyrirtækið. Sam- kvæmt eðli málsins væri trúnaðarsambandi þeirra lokið. Bara þetta eina atriði, að koma heiðarlega fram og skera á trúnaðar- strenginn við Boga í upphafi málsins, hefði komið í veg fyrir þá ^ lönguvitleysu sem síðar varð. Og líklegast ahefði Bogi þá ekki haft neitt efni tíl að skrifa bókina. Þá hefðu svikin vantað í frásögnina og hún ekki orðið eins spennandi og reyfara- kennd fyrir vikið. Húsasmiðjan var almenningshlutafélag, skráð í Kauphöll íslands sl. vor. Þeir hluthafar, sem áttu í Húsasmiðjunni sl. sumar þegar yfir- takan fór fram, geta réttilega velt því fyrir sér hvort Árni hefði ekki fyrst og fremst átt að einbeita sér að þvi að vinna fyrir fyrir- tækið og eyða ekki kröftum sínum í leiðinni í prívatverkefni við að aðstoða forsljórann, Boga Þór, við að reyna að kaupa fyrir- tækið. Sama gildir um Boga. Hann var ráðinn tíl fyrirtækisins til að reka það en ekki til að kaupa það. Það er tímafrekt og tekur á að kaupa fyrirtæki af þessari stærðargráðu. Voru þeir nægilega samviskusamir í vinnunni fyrir þáverandi eigendur fyrirtækisins þegar tfrni þeirra og hugur var annars staðar? En fyrst Arni blandaðist inn í mál Boga þá bar honum skylda tíl að melda sig frá því þegar áhugi hans sjálfs var kviknaður á kaupunum. Hvers vegna valdi Árni Hauksson þessa leið? En hvers vegna tílkynntí Árni ekki Boga Þór hvað vektí fyrir honum og að hann gæti ekki unnið af heilindum með honum lengur? Og hvers vegna komst fyrst skriður á málið eftír að Bogi Þór var farinn í sumarfrí til útlanda? Skrítið! Að minnsta kosti sérkennileg tilviljun. Þetta er einum of gegnsætt. Raunar má spyija sig líka að því hvers vegna Bogi fór til útlanda í sumarfrí þegar hann var kominn með málið í gang hjá Kaupþingi, að eigin matí. Einhver hefði fyrst klárað kaupin og svo farið út til Spánar. Líklegast er engin skýring á því, að Árni Hauksson upplýstí ekki Boga um áhuga hans sjálfs á kaupunum, önnur en sú að Árni hafi óttast að Bogi þyrlaði upp moldviðri og léti finna fyrir 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.