Frjáls verslun - 01.03.2003, Qupperneq 32
SALA FJOLSKf LDUfyrirtækja
Bræðurnir Birgir, Skúli og Vilhelm Ágústssynir, stofnendur Hölds á Akureyri, vildu að
fyrirtækið hefði áfram aðalstöðvar á Akureyri.
talsins. Skúli tók þá til starfa við
að sinna bílaleigunni í fullu starfi
og var hann forstjóri. Jafnframt
bílaleigunni sáu bræðurnir um
rekstur bensínstöðva Olíufélags-
ins hf. á Akureyri. Höldur sf. tók
til starfa vorið 1974 og voru stofn-
endurnir bræðurnir þrír. Vilhelm
og Birgir komu fljótlega til starfa
hjá fyrirtækinu og síðar bræður
þeirra, Baldur og Eyjólfur, sem
hafa unnið þar með þeim í ára-
tugi.
Það var alla tíð óskastaða
bræðranna að selja fyrirtækið til
aðila sem myndu reka það áfram
með aðalstöðvar á Akureyri og
Höldur:
TENGDASONURINN UALDI
HÓPINN SAMAN
Höldur ehf. á Akureyri á rætur að rekja 37 ár aftur í tímann
eða til ársins 1966. Ferðaskrifstofan Lönd og leiðir var þá
starfandi á Akureyri og fór að gæta eftirspurnar eftir bílum
á leigu. Bræðurnir Skúli, Birgir og Vilhelm Agústssynir
voru allir í föstu starfi hjá öðrum en keyptu jafnhliða því not-
aða bíla, gerðu upp og seldu. Þeir voru spurðir hvort þeir
væru til í að leigja út aukabílana og slógu til. Fljótlega
stofnuðu þeir ísbúðina við Kaupvangsstræti 1, þaðan sem
bílarnir voru afgreiddir, og svo keyptu þeir húsnæði að
Tryggvabraut 14 árið 1973 þegar bílarnir voru orðnir 33
svo varð raunin þegar þeir seldu Höld um miðjan mars. Sú
hugmynd fæddist snemma að Steingrímur Birgisson,
tengdasonur Vilhelms sem hefur verið forstjóri fyrirtækis-
ins sl. þrjú ár, myndi leiða og velja með sér hóp til kaupanna.
I honum eru Þorsteinn Kjartansson endurskoðandi, sem
hefur unnið hjá bræðrunum frá upphafi, Bergþór Karlsson,
sem hefur unnið hjá Höldi yfir 20 ár og tekið hefur við fram-
kvæmdastjórn í Reykjavík, og Baldvin Birgisson,
sonur Birgis, sem starfar sem yfirflugstjóri hjá Flug-
leiðum. Við söluna voru allir bræðurnir fimm starf-
andi við fyrirtækið. Söluverð er ekki gefið upp.
Skúli minnkar við sig vinnuna og Vilhelm hættir
öllum störfum fyrir Höld. Þeir hyggjast sinna áhuga-
málum sínum í auknum mæli, golfi, sumarbústað og
vélsleðum, en Skúli verður áfram í stjórn fyrirtækis-
ins. Birgir, sem er byggingaverkfræðingur og yngstur
þeirra þriggja, mun hinsvegar fylgja eftir bygginga-
verkefnum fyrirtækisins á Akureyri og Egilsstöðum.
Baldur, sem varð nýlega sjötugur, mun verða áfram í hluta-
starfi og Eyjólfur, sem er yngstur bræðranna, mun vinna
áfram hjá nýjum eigendum. SH
ÞAÐ VAR ALLA TÍÐ óskastaða bræðranna
að selja fyrirtækið til aðila sem
myndu reka það áfram með
aðalstöðvar á Akureyri
og sú varð raunin þegar
þeir seldu Höld um miðjan mars.
32