Frjáls verslun - 01.03.2003, Síða 48
GILDI flLMflNNflTENGSLfl
tengsla. Hún hefur búið út almennan lista yfir 10 atriði sem
sýna hvernig almannatengsl geta bætt ímynd íyrirtækja og
hjálpað þeim til að verða öflugri, þekktari og ná betri
árangri.
„Hér að neðan eru „topp tíu“ ástæður þess að bestu fyrir-
tæki heims nota almannatengslafulltrúa og deildir," segir
Elizabeth.
1. Góð almannatengsl eða kynning gerir að verkum að
auglýsingar fyrirtækisins verða mun árangursríkari þar
sem fleiri veita þeim athygli en ella.
2. Áhrifarík beiting almannatengslatækni sér til þess að
sértæk skilaboð komist til skilgreinds markhóps.
3. Góð fjölmiðlatengsl almannatengla fyrirtækisins
verða til þess að fjölmiðlar segja frekar frá fyrirtækinu
og leiða í ljós mun á þvi og samkeppnisaðilum. Þetta er
góð kynning því almenningur trúir frekar blaðamanni
en auglýsingu þó það sama sé sagt í báðum tilfellum.
H. Almannatengsl er gott að nota til að auka heimsóknir
og notkun á heimasíðu fyrirtækis.
5. í samanburði við hefðbundnar auglýsingar eru
almannatengsl mun ódýrari leið til kynningar.
6. Það er auðvelt að mæla árangur almannatengsla og
þannig sjá hvort auglýsingafénu er vel varið.
7. Góður almannatengill er snöggur að bregðast við og
koma fréttum og upplýsingum til Jjölmiðla og á Netið.
8. Hafi fyrirtæki öðlast góða ímynd með aðstoð almanna-
tengsla, á það auðveldara með að laða til sín gott starfs-
fólk og halda því.
9. Þar sem almannatenglar hafa samband beint við við-
skiptavini og stýra með því notkun á viðkomandi vöru
eða þjónustu, verður það til að auka framleiðsluna þar
sem meiri notkun er.
10 . Vel skipulagt almannatengslastarf getur byggt upp
trausta og góða ímynd fyrirtækis. Það opnar samskipta-
leiðir og gerir að verkum að viðskiptavinurinn finnur að
auðvelt er að hafa samskipti við fyrirtækið, hvort sem
það er vegna ánægju eða óánægju. Þannig muni við-
skiptavinir beina samtölum sínum til þess fremur en í
ljölmiðla ef þeir eru ósáttir og það er mikils virði.
Erfitl að ná til yfirmanna Elizabeth segir að stundum sé
erfitt að ná til þeirra sem raunverulega ráða fyrirtækjum og
stofnunum. „Yfirleitt er um að ræða önnum kafið fólk sem
gjarnan er verndað af undirmönnum sínum og riturum,"
segir hún. „Símtölum til æðstu stjórnenda er svarað af öðrum
og oft velur ritari eftir ákveðnum reglum hverjum er hleypt
áfram og hverjum vísað á aðra starfsmenn fyrirtækisins.
Stundum er meira að segja gengið það langt að póstur, bæði
almennur og rafrænn, er lesinn af öðrum. Þetta er gert til að
æðstu stjórnendur geti einbeitt sér að sínum verkum og dýr-
mætum tíma þeirra sé ekki varið til verka sem ætluð eru
öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Þetta kerfi verður hins
vegar oft til þess að gagnlegar upplýsingar fara fram hjá
stjórnendunum.
Oft getur verið happadrjúgt að nota óhefðbundnar leiðir til
að ijúfa einangrun æðstu stjórnenda og koma réttu skilaboð-
unum til þeirra. Eg get sagt frá einu slíku atviki frá þeim tíma
þegar ég vann í Bretlandi. Fyrirtæki sem ég vann fyrir þurfti
nauðsynlega að ná til þeirra sem voru í æðstu stjórnunar-
stöðum og eigendur stórra fyrirtækja. Það gekk hins vegar
hvorki né rak og því var okkur PR-fólkinu falið verkefnið. Eftir
dálitla umhugsun sendum við boðskort heim til fólksins og
buðum því í veislu. Yið undirbjuggum veisluna vel og gættum
þess að gestir og atburðir höfðuðu vel til hópsins. Boðskortið
hafði áhrif og til veislunnar komu allflestir þeirra sem við
þurftum að ná til. I veislunni sáum við til þess að stjórnend-
urnir hittu okkar menn og þarna sköpuðust mörg dýrmæt
tengsl sem síðar áttu eftir að borga sig fyrir báða aðila.“
Óþekkt? í annað skipti fékk Elizabeth það verkefni að
kynna óþekkt byggingafyrirtæki og skapa því traust meðal
almennings. „Ég hafði unnið fyrir þetta byggingafyrirtæki í
Norður-Englandi þegar það haslaði sér völl í suðurhlutanum.
Þar var fyrirtækinu tekið fálega og lítið seldist af húsum því
fólk hefur þá tilhneigingu að skipta við þekkt og traust fyrir-
tæki, sérstaklega þegar um er að ræða háar tjárhæðir eins og
við húsakaup.
Við hófum stóra markaðsaðgerð sem byggði á markvissri
tjölmiðlaumfjöllun. Við tengdum fyrirtækið við alla þá
umfiöllum um hús og húsbúnað sem völ var á. Við lánuðum
íbúðir fyrir myndatökur fyrir sérhæfð tímarit og sjónvarps-
þætti um hús og híbýli, auk þess sem við fengum almenning
til að skoða húsin þegar við lánuðum þau undir kynningar
fyrirtækja sem sýndu innréttingar, húsbúnað og fleira. Það
eina sem við fórum fram á var að nafn byggingafyrirtækisins
kæmi fram í Jjölmiðlaumijölluninni og á kynningarefni
sýnenda. Þetta varð til þess að mjög oft var fjallað um fyrir-
tækið í fjölmiðlum, sérstaklega þeim sem höfðuðu beint til
þeirra sem voru að velta húsakaupum fyrir sér. Fyrir vikið
byggðist upp jákvæð ímynd og tiltrú á fyrirtækinu og húsin
fóru að seljast. Þetta er ágætt dæmi um það hvernig markviss
markaðsstefna getur hjálpað."
FlOtt fyrir norðan Það er óneitanlega nokkur breyting frá
því að búa í Bretlandi og flytja norður til Akureyrar en Eliza-
beth er hæstánægð.
„Við erum mikið fyrir útiveru og íþróttir og Akureyri er
alger paradís hvað það snertir," segir hún. „Fólkið hefur
tekið okkur mjög vel og við náð góðum tengslum og eignast
góða vini.“ HH
48