Frjáls verslun - 01.03.2003, Qupperneq 55
' GESTflPENNI: SIGURDUR VflLTÝSSON
rekstur hverrar einingar innan
þess og láta sig varða ýmis atriði
sem þeir horfðu ekki til áður.
Það getur hins vegar verið flók-
ið að setja markmið í byrjun. En
nauðsynlegt er að starfsmenn sjái
að tilgangur kerfisins er að bæta
hag beggja aðila, þ.e. fyrirtækisins
og starfsmanna þannig að þegar
vel gengur hagnast báðir. Mikil-
vægt er að markmiðin, sem sett
eru sem grunnur fyrir árang-
urstengingu, séu fyrirfram skil-
greind og starfsmenn upplýstir og
geti fýlgst með framgangi mála.
Ekki er gert ráð fyrir að á erfiðu
ári séu greiddir bónusar. Fyrir-
tækið greiðir fyrirfram skilgreind
föst laun sem eru þá eitthvað undir
markaðslaunum það árið. En
þegar vel gengur geta launa-
greiðslur og hagur starfsmanna
aukist verulega í takt við hagnað
fýrirtækisins.
fltta með hærri laun en Þorsteinn
Már Æðstu stjórnendur eru þó
ekki alltaf þeir launahæstu innan
sinna fýrirtækja. Til dæmis var
gerð grein fýrir því á aðalfundi Samherja hf. að 8 starfsmenn
væru með hærri árstekjur en forstjórinn, Þorsteinn Már Bald-
vinsson. Væntanlega eru það skipstjórar sem hafa fiskað vel
og skilað miklum verðmætum að landi og hlotið fýrir það
aukið kaup í gegnum aflahlutdeild sem er fyrirfram skilgreint
bónuskerfi.
Starfsmenn FBA voru á sínum tíma með skilgreint bónus-
kerfi sem gaf vel í aðra hönd þegar vel gekk. Mér vitanlega
hefur ekki verið tekið upp sambærilegt kerfi hjá sameinuðu
félagi, né svo viðamikið kerfi hjá öðru skráðu fýrirtæki hér á
landi.
Starfsmenn Flugleiða lengu hlutabréf Oft hefur heyrst um
flatar bónusgreiðslur til allra starfsmanna ef vel hefur gengið en
stundum virðast fýrirtæki elta hvert annað með slika bónusa og
ákvarðanatakan byggð á þvi hvað aðrir hafa gert. Greiðslur eru
oft á bilinu kr. 75-150 þúsund á hvern starfs-
mann. Flugleiðir afhentu t.d. starfsfólki sínu
hlutabréf í félaginu að nafnverði 10 þúsund kr.
eða rúmlega 50 þúsund kr. kaupauka að mark-
aðsvirði sem kaupauka fýrir árið 2002.
Landssíminn Á síðasta aðalfundi Landssíma
íslands kom iram iýrirspurn frá starfsmönn-
um þar sem í ljós kom að þeim þótti óeðlilegt
að félagið greiddi arð til hluthafa að flárhæð
kr. 2.110 milljónir án þess að almennum starfs-
mönnum væri umbunað í leiðinni fýrir góðan
árangur fýrirtækisins.
Fjármálafýrirtæki í Bandaríkjunum hafa
tíðkað að greiða nýútskrifuðum starfs-
mönnum frekar lág árslaun en bónusar eru
ákveðnir í árslok og geta þá numið margfeldi
af grunnlaunum. Fyrirkomulagið hefur oft á
tíðum verið handahófskennt og mikil spenna
myndast þegar starfsmenn eru kallaðir fýrir
sína yfirboðara og þeim greint frá bónus-
greiðslum ársins.
Tveir umdeildir starfslokasamningar Ekki er
hægt að ljúka skrifunum án þess að minnast
aðeins á tvo erlenda starfslokasamninga. Ný-
verið skýrði Royal and Sun Alliance frá því að
hinn brottrekni forstjóri, Bob Mendelson,
hefði við starfslok fengið 2.44 milljónir punda
(um 300 milljónir króna) á síðastfiðnu ári. Þetta er gert þótt fé-
lagið hafi þurft að segja upp u.þ.b. 12.000 starfmönnum, selja
eignir og ítrekað ekki staðið við gerðar áætlanir. Tíðindin eru
örugglega til þess falfin að vekja reiði hluthafa sem nutu satt að
segja ekki góðrar ávöxtunar, en hlutabréf RSA lækkuðu úr rúm-
lega $24 í tæplega $7 á sl. 12 mánuðum. Sjá meðfýlgjandi graf,
en þar kemur fi'am samanburður við önnur tryggingafélög.
Hluthafar Vivendi Universal eru heldur ekki hamingju-
samir með bónusa og greiðslur til J.M. Messier en bónusar
hans fyrir 2001 voru 250% af reglulegum launum. Þetta var
þrátt fyrir að félagið setti „tapmet" í Frakklandi eða 13,6 millj-
arða evra. Félagið sló síðan sitt eigið met með því að tapa 23,3
milljörðum evra á síðastliðnu ári. Brottrekni forstjórinn, sem
aðeins starfaði fýrrihluta síðastliðins árs, fékk þó 10% launa-
hækkun frá árinu áður eða 6,1 milljón Bandaríkjadala, eða um
480 milljónir króna. H3
TIL DÆMIS VAR gerð
grein fyrir því á
aðalfundi Samherja hf.
að 8 starfsmenn væru
með hærri árstekjur
en forstjórinn
Þorsteinn Már
Baldvinsson.
NÝUERIÐ SKÝRÐI R0YAL AND SUN ALLIANCE frá því að hinn brottrekni forstjóri,
Bob Mendelson hefði við starfslok fengið 2,4 milljónir punda
Cum 300 milljónir króna] á síðastliðnu ári. Þetta er gert þótt
félagið hafi þurft að segja upp u.þ.b. 12.000 starfmönnum,
selja eignir og ítrekað ekki staðið við gerðar áætlanir.
55