Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 60

Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 60
STJÓRNUN FUNDIR Stjórnendur á fundinum. Þegar Jón fundarstjóri kemur á fundinn eru allir búnir að bíða lengi og eru orðnir svolítið ergilegir. Myndir: Video Arts. Fundir eru sjaldnast efstir á vin- sældalistanum því að löngum og árangurslitlum fundum fylgja leið- indi og tímasóun og þá ber að forðast. Það er þó hægara sagt en gert og ekki öllum gefið að halda árangursríka fundi þar sem fundarmenn fara með þá tilfinningu að þeir hafi grætt á fund- inum. Því miður er það svo að margir fara af fundi með þá tilfinningu að hann hafi verið lélegur og honum hafi verið illa stjórnað. Ef fundur þykir lélegur er hætta á að menn missi virð- ingu fyrir stjórnandanum og stofnuninni, sem valdi hann til forystu. Lélegir fundarsljórar batna því miður ekki með reynsl- unni, versna frekar ef eitthvað er því að þeir gera sér ekki grein fyrir vandanum og að þeir þurfi að bæta fundarstjórn sína. Þeir sem sitja fundina taka upp eftir þeim ósiðina. Fundarstjórn er Hæfni í fundarstjórn er ekki með- fædd, hún er stjórnun sem þarfaö lœra. Fjallað er um fimm grund- vallaratriði í myndbandinu Fundir - fiárans fundirfrá Video Arts sem geta gefið góða og árangursrika fundi efrétt er haldið á spilunum. Samantekt: Guðrún Helga Sigurðardóttir ein mikilvægasta stjórnunarhæfnin sem hægt er að læra. Kennslumynd- bandið „Bloody Meetings“ frá breska fyrirtækinu Video Arts tekur á þeim fimm atriðum sem þar eru mikil- vægust. Þetta myndband er ein vin- sælasta mynd sem fyrirtækið hefur framleitt og með útbreiddustu kennslumyndböndum hér. Við fengum leyfi hjá fyrirtækinu Vídeo og tölvulausn til að íjalla um nokkrar dæmisögur úr myndinni. 1 Undirbúðu þig fyrir fundi Jón og Gunna sitja uppi í rúmi, hann með skýrslu í fanginu og hún bók. Hún spyr hvenær hann ætli að vakna og hann svarar: Klukkan sex. Þegar hún spyr segist hann ekki hafa tíma til að vinna í vinnutímanum því að þá sé hann alltaf á fundum. Hann 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.