Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 78
MSMmm&í
Fyrir um það bil 10 árum kom Björn Leifsson fram með
þá hugmynd að byggja sérstaka Heilsu- og sundmið-
stöð í Laugardal, tengda Laugardalslauginni. Nú eru
framkvæmdir við bygginguna langt komnar og er stefnt að
opnun 2. janúar 2004.
Hugmyndafræðin er sú að búa til samspil inni- og útilaugar
ásamt fullkominni heilsumiðstöð með Ijölbreyttri heilsurækt,
heilsutengdri þjónustu fyrir borgarbúa og ferðamenn og bjóða
upp á áhugaverðar nýjungar. Þannig munu viðskiptavinir
Lauga geta stundað heilsurækt, farið í sund, fengið nudd hjá
sjúkraþjálfara, hársnyrtingu, borðað heilsumat og fengið
heilsudrykki, allt á sama staðnum. Til staðar verða læknar,
sjúkraþálfarar, nuddarar og annað faglært fólk sem vinna mun
saman sem teymi eftir þörfum og geta þannig tekið á móti
fólki með heilsufarsleg vandamál og bætt úr þeim.
Eigendur Þann 26. nóvember 2002 var undirritaður sam-
starfssamningur á milli Reykjavíkurborgar og Laugahúss
ehf. um samstarf og samvinnu vegna framkvæmda við
Laugar. Eigandi Laugahúss er Stofn íjárfestingafélag ehf.,
en það félag er í jafnri eigu Lauga ehf. og Nýsis ehf., sem
mun sjá um fasteignarekstur, framkvæmdastjórn, útleigu
rýma, kynningar og markaðsstarf ásamt ýmissi sameigin-
legri þjónustu í Heilsumiðstöðinni en World Class mun
starfrækja heilsuræktina og baðstofuna.
Aðstaðan Húsnæði Heilsumiðstöðvarinnar verður 7.150
fm á þremur hæðum. World Class mun starfrækja heilsu-
ræktarmiðstöð í um 5.100 fermetra rými og verður allur
búnaður af vönduðustu gerð. Um það bil 2.000 fermetra
rými, sem skiptist á allar hæðirnar þrjár, verður leigt út fyrir
aðra heilsutengda starfsemi.
A fyrstu hæð verður vel útbúinn tækjasalur, aðgangur í
sundlaugarnar, þrír leikfimisalir og veitingastaður, íþrótta-
vöruverslun og lyijaverslun. Einn leikfimisalur, um 200 fm
að stærð, verður útbúinn sem fullkominn funda- og ráð-
78