Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 86

Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 86
Victor Charcán frá vínfyrirtækinu El Coto de Rioja heimsótti Island fyrir nokkru og kynnti vín frá Riojahéraðinu. Spánn - spennandi w Ahugafólk um vín er jafhan að leita að nýjum og áhuga- verðum tegundum. Nú hart- nær í 20 ár hefur vín nýja heims- ins, einkum frá Chile og Astralíu, verið ofarlega á baugi en einnig vín frá Bandaríkjunum. Astralskt vín hefur farið sigurför um heim- inn og frá héruðum Barossa og McLaren Vale hefur komið stór- brotið vín á heimsmælikvarða. Þá hefur komið frábært og spennandi vín ffá Kaliforníu og nú á síðari árum ffá Washingtonfylki. Ekki má gleyma Nýja Sjálandi og á allra síðustu árum Argentínu. Frá þessum löndum koma árlega nýjar og athyglis- verðar víntegundir. Vissulega er enn framleitt frábært vín í gamla vínheiminum, eins og sagt er í Evrópu. Áhugaverðast hefur verið vín frá Italíu, einkum Veneto, Toscana og Piemonte. Þarna hafa verið að verki framúrskarandi framleið- endur eins og Angelo, Gaja og Piero Antinori markgreifi. Frakkar hafa heldur ekki sofið á verðinum. Gífurleg þróun hefur verið í víngerð og framleiðslu athyglisverðs víns í Suður-Frakklandi. Þá eru æ fleiri að upp- götva mikilleika víns úr Rhonardalnum. Það vínland sem miklar vonir eru bundnar við um þessar mundir er hins vegar Spánn. A komandi árum er búist við að frá Spáni muni koma afar athyglisverðar og ijölbreytilegar víntegundir. Vínlandið Spánn Spánn er þriðja mesta vínframleiðsluland heimsins. Þar hefur verið ifamleitt vín lengur en á flestum öðrum stöðum. Lands- lag Spánar er mjög fjölbreytt, víð- áttumiklar sléttur, há fjöll og djúpir dalir, endalausar strandlengjur að þvl að virðist og ijölbreyttir skógar. Veðurfar Spánar er því margbreyti- legt og vínhéruð landsins eru ólík og fjölbreytt, mikill munur er því á víntegundum hinna ýmsu héraða landsins. Þekktast er vínið frá Rioja og Ribera del Duero. Frábært rauðvín er nú farið að koma frá öðrum héruðum, nefna mætti Tarkagona, Falset og Montsant. Ekki má gleyma víninu frá Katalóníu, þá einkum Penedes, en þar er Torresijölskyldan með aðsetur. Vín frá Torres hafa einmitt í fjölmörg ár verið hvað þekktast af spænskum víntegundum á Islandi. El CotO de Rioja Nýlega var staddur hér á landi Victor Chargán frá iyrirtækinu E1 Coto de Rioja. Þetta fyrirtæki er gott dæmi um nýja kynslóð spænskra vínfýrirtækja sem hafa aðlagað gamlar hefðir. Vínið frá E1 Coto hafa náð miklum vin- sældum vfða í Evrópu og ekki sist hér á landi þar sem sala þess hefur verið hreint með ólíkindum. En gefum Victor Chargán orðið. „Það sem einkennir vínið okkar, og raunar vín- tegundir frá Rioja, er að það er pressað úr Tempranillo þrúg- Spánn er þriðja mesta vínframleiðsluland heimsins. Þekktast er vínið frá Rioja og Ribera dei Duero. Frábært rauðvín er nú farið að koma frá öðrum héruðum, nefna mætti Tarkagona, Falset og Montsant. Ekki má gleyma víninu frá Katalóníu. Texti: Sigmar B. Hauksson Myndir: Geir Olafsson 86

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.