Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN EKKIERU ALLIR A EINU MALIUM UTRASINA! Græða örfáir á útrásinni? Nýlegavar ég spurður að þvi af nemanda í viðskiptafræði hvort útrásin væri ekki stórlega ofinetin - hvort allt þetta tal um stórfelldan hagnað íslensks viðskiptalífs af útrásinni væri ekki blekking því að hans mati væru það fyrst. og fremst örfáir kaupa- héðnar sem högnuðust. Þetta eru skemmtilegar vangaveltur. Hvemig græðir íslenska hagkerfið á útrásinni, ljárfestingum íslendinga erlendis? Er hún kannski einskis virði fyrir okkur flest? Eg svaraði á þá leið að gróðinn fælist í arðinum af erlendu þréfunum; gengishagnaðinum af erlendu bréfunum; hagnaði íslensku bankanna af viðskiptum tengdum Ijármögnun þessara fjárfestinga; fleiri atvinnutækifærum Islendinga erlendis; auk- inni þekkingu og reynslu í alþjóðlegum viðskiptum; góðu for- dæmi fyrir komandi kynslóðir; nýrri hugsun - en fyrst og fremst væri hagnaðurinn í formi gengishagnaðar af hlutabréfum í þeim fyrirtækjum sem stæðu í útrásinni. Þau væru skráð hér á landi, greiddu hér skatta og skyldur, og hagn- aðurinn af útrásinni kæmi hluthöfum þeirra mest til góða. Þó það nú væri! Það væri með útrásina eins og önnur hlutabréfaviðskipti; hagnaðurinn kæmi frá arðgreiðslum og gengishækkun bréf- anna. Utrásin skapaði hins vegar ekki gnótt nýrra starfa hér á landi - nema þá óbeint. RAUNAR ER TIL útrás sem skapar mörg ný störf á íslandi. Það er útrás Flug- leiða og annarra í ferðaþjónustu sem draga hingað til landsins hundruð þúsundir ferðamanna. Annar angi af þessari útrás er skráning erlendra fyrirtælqa hérlendis vegna hagstæðs skatta- umhvertis. Þau eru ekki með neina eiginlega starfsemi hér, enda svonefnd skúffufélög, en þau eru hýst hérlendis. Því má segja að þeir Halldór Asgrímsson og Davíð Oddsson taki þátt í útrásinni með því að hafa hér hagstætt skattaumhverfi fyrir fyrirtæki og dragi þannig hingað til lands erlend félög sem kjósa að greiða skatta á Islandi. Ef til vill er þetta fyrsti vísirinn að gömlum draumi margra um að gera Island að fjánuálamiðstöð í AtlantshaJi. Að vísu heíiir Geir Haarde fjármálaráðherra sagt að útrásin margnethda hefði kallað á aukin skattsvik. „Hugmyndin með útrásinni var ekki sú að menn kæmu sér upp nýjum skattsvikaleiðum," sagði Geir og var þama að skjóta á þá Islendinga sem skrá félög sín í skatta- paradísum erlendis til að njóta aukinna skattfríðinda. Hann telur bersýnilega að arðurinn af fjíirfestingjnum berist ekki sem skyldi hingað til lands heldur sé skotið ólöglega undan. ÞAÐ ER EKKERT SKRÍTIÐ þótt fólk velti því fyrir sér hvort heildin eða bara örfáir kaupsýslumenn græði á útrásinni - og hvort stöðugur fréttaflutningur af henni skipti almenning svo miklu máli þegar allt kemur til alls. Islenskir athafnamenn og félög þeirra hafa Jjárfest fyrir um 400 milljarða í erlendum fyrirtækjum á síðustu tvéimur árum. Ohbinn af Jjárfestingunum er á þessu ári. Stærsta ljárfesting Islendinga erlendis til þessa eru kaup KB banka á danska bankanum FIH sl. vor upp á 84 milljarða króna. I öðru sæti er nýleg yfirtaka Baugs á bresku matvörukeðjunni Big Food Group í Bretlandi en í þeirri yfirtöku var verðmæti Big Food Group metið á um 40 milljarða. Með endurljármögnun félagsins og öðru tilheyrandi er verkefnið allt um 110 milljarðar. Islandsbanki er að yfirtaka BN banka í Noregi á 35,5 milljarða. Björgólfur Thor Björgólfsson hefur staðið í stór- ræðum ásamt fleirum við kaup Islendinga á símafyrirtækjum í Búlgaríu og Tékklandi fyrir hátt í 60 milljarða. Þá keypti SÍF, sem metið var á 7 milljarða, Labeyrie Group í Frakklandi á 29 milljarða króna. Stórhugurinn blasir við. ÚTRÁS ER ÖRUGGLEGA ORÐ ARSINS 2004 í íslensku viðskiptalífi. Skiptir þar engu þótt mikill tíma hafi farið í það á árinu að ræða fjölmiðlafrumvarpið, krónuna og bólginn hlutabréfamarkað á Islandi sem hefur hækkað nfiklu meira en í nágranna- löndunum. Ef til vill erum við þar komin að árangri útrásarinnar og svari við spum- ingunni í upphafi. Hluthafar í Actavis hafa hagnast stórlega á umsvitum fyrirtækisins erlendis. Sama er að segja um hluthafa í KB banka, Bakkavör, Baugi Group og áfram mætti telja. ÚIRÁS ÍSLENSKU Jjárfestanna hefur vakið mikla athygli erlendra tjölmiðla. Þeir vekja furðu allra fyrir hraða sinn og kapp - og að engu sé líkara en peningar vaxi á trjánum þegar þeir eigi í hlut Aðrir tala um fifldirfsku og að það sé enginn vandi að belgja sig út og tjárfesta þegar bankar ausi í mann peningum. Þannig er td. augljóst að danskt viðskiptalíf er enn í léttu sjokki eftir að Islendingar keyptu flaggskipið í danskri verslun, Magasin du Nord. Auðvitað getur útrásin orðið fyrir skipbroti og allt farið í vaskinn. Það er engin ný bóla að hlutabréfaviðskipti eru áhættu- söm. Eg hef samt trú á að útrásin eigi eftir að datha ertn frekar. STORHUGUR EÐA FÍ FLDIRFS K\? Menn geta svo sem nefnt útrásina hvað sem er. Það veit hins vegar á gott þegar banki eins og Bank of Scotland lánar Islendingum á einu bretti marga tugi milljarða króna til að kaupa og endurfjánuagna breskt stór- fyrirtæki. Bankinn hlýtur að sjá einhveija glóru í þeim viðskiptum - ella myndi hann ekki lána krónu. Gö Jón G. Hauksson Stórhugur eða fífldirfska? Það er nú það. Það veit hins vegar á gott þegar banki eins 9g Bank of Scotland lánar Islendingum á einu brettí marga tugi milljarða króna. Bankinn hlýtur að sjá einhverja glóru í þeim viðskiptum. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.