Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 9
Sala nýbygginga Valhöll leggur sérstaka áherslu á sölu nýbygginga og hefur gert það frá stofnun fyrirtækisins. „Ég held að segja megi að við séum með töluverða yfirburði fram yfir flesta aðra við sölu á nýbyggingum. Við erum með tölu- verðan fjölda byggingameistara sem hafa haldið tryggð við okkur frá upp- hafi og hafa verið eingöngu hjá okkur. Við erum eina fasteignasalan sem heldur úti sér vef um nýbyggingar, nybyggingar.is sem er mjög ítarlegur vefur. Til viðbótar má benda á vefsíðu fyrirtækisins, valholl.is. Vefurinn nybyggingar.is er sérstaklega góður, settur allur fram á myndrænan hátt, grunnteikningar, skilalýsing og allar upplýsingar sem kaupandi þarf. Þar er hægt að varpa fram spurningum sem við leggjum áherslu á að svara fljótt og vel. Heimsóknir eru ti'ðar á þennan vef, frá yfir 100 upp í 3-400 á hverjum degi. Góðar og ítarlegar upplýsingar geta oft skipt sköpum þegar kaupendur eru að taka ákvörðun um hvort kaupa eigi nýbyggingu eða notaða eign og við teljum okkur sinna þvi' sérstaklega vel. „Það sést best á þvi' að þegar við höfum verið með blokkir í sölu ásamt annarri fasteignasölu, höfum við iðulega selt a.m.k. % hluta fbúða í þeim. Vefurinn nybyggingar.is var settur á stofn fyrir tveimur árum og hefur stöðugt verið endurbættur frá uppsetningu hans. Valhöll leggur sérstaka áherslu á sölu nýbygginga og hefur gert það frá stofiiun fyrirtækisins. Atuinnuhúsnæði Valhöll er með sérdeild um atvinnuhúsnæði og sölustjóri hennar er Magnús Gunnarsson. Þar hafa mörg af stærstu fyrirtækjum landsins fengið markvissa og góða þjónustu og ráðgjöf við sölu og kaup fasteigna. Einnig er mikið leitað til okkar um verðmat á stærra og minna atvinnu- húsnæði. Verð og leiguverð eru mjög misjafnt eftir staðsetningu og ástandi eignar. Greinilegur kippur hefur komið í sölu atvinnuhúsnæðis á undanförnum 6-8 mánuðum. Orsökin gæti verið sú að vextir hafa lækkað talsvert sem gefur fyrirtækjum meira svigrúm. Einnig hefur verð á atvinnuhúsnæði staðið í stað lengi og aukinn hagvöxtur hefur verið viðvarandi. Sala hjá Valhöll hefur verið mikil að undanförnu, bæði í notuðu húsnæði sem nýbyggingum. „Með auknu fjármagni, sem flætt hefur óhindrað í haust með nýjum fasteignalánum bankanna, hefur salan aukist mikið. Munar þar mest um að vextir fasteignalána hafa lækkað mikið. Það er oft þannig á íslandi að þegar hlutir breytast, þá gera þeir það svo um munar á mjög stuttum ti'ma. Mér finnst það vera nokkuð varasamt að veita 100% lán en 90% lánin geta verið í lagi. Þeim þarf þó að fylgja góð ráðgjöf og að fólk sé vel upplýst um alla þætti málsins. Upp á síðkastið virðist fólk stundum ekki spá nóg í það hvað hlutirnir kosta, heldur miklu frekar hver greiðslubyrðin er. Þannig að hætta er á að verðskyn landans brenglist eitthvað í svona látum." Eigendur Valhallar, Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteigna- sali, og Bárður Tryggvason sölustjóri. Glæsilegt sérhannað skrifstofuhúsnæði Valhallar að Síðu- múla 27. Framtíðin - IMýjar íbúðir í sölu „Það er mjög bjart framundan hjá okkur. Fljótlega á næsta ári er Valhöll að fá til sölu íbúðir í nýjum fjölbýlishúsum í Norðlingaholti, raðhús við Elliðavatn, iTiúðir í nýju fjölbýlishúsi í 101, eignir í Kórahverfi í Kópavogi ásamt fleiri eignum. Þann 1. október sl., tóku gildi ný lög um starfsemi fasteignasala og breyta þau töluvert starfsumhverfi fasteignasala og auka mikið ábyrgð þeirra, en fyrir var ábyrgðin þó mikil. Við tökum þessum breytingum fagnandi og eru vel í stakk búin til þess. Metnaður okkar hefur ávallt verið að viðhafa örugg og vönduð vinnubrögð þar sem hagsmunir seljenda og kaupenda eru hafðir að leiðarljósi. Það verður fróðlegt að fylgjast með þvi' á næstu mánuðum hve vel nýjum lögum verður fylgt eftir og hvernig fasteignasölur taka á breyttum lögum. Menn verða að gæta þess að fasteignir eru aleiga hvers og eins og eru langverðmætustu eignir á landinu. Við höfum þá trú að í framtíðinni verði fasteignasölur færri en stærri. í þessu nýja lagaumhverfi og miðað við þá miklu ábyrgð sem fasteignasalar bera er mjög mikilvægt að fólk í fasteignahugleiðingum leiti til traustra, öruggra og reynslumikilla aðila sem við teljum okkur svo sannarlega vera.HD VALHÖLL FASTEIGNASALA Síðumúla 27 - 105 Reykjauík Sími: 588 4477 • Fax: 588 4479 Opið 9 -17.30 virka daga • Lokað um helgar. www.valholl.is • www.nybyggingar.is 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.