Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Síða 21

Frjáls verslun - 01.11.2004, Síða 21
Hagnaður Flugleiða (í mkri 2.611 2.682* 2002 2003 2004 * áætlun -939 -1.212 Fjöldi starfsmanna 2.632 2.487 2.289 2000 2001 2002 2003 2000 2001 2002 2003 2004 höfðu ekki síst áhrif í fluginu. Nánast strax á fyrsta degi brugð- ust Flugleiðamenn við aðstæðum með róttækum aðgerðum, en vakið hefur athygli víða hve fljótt félagið náði að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum. Víða um lönd, svo sem í Bandaríkj- unum, eru flugfélög eru ekki enn búin að vinna úr afleiðingum þessa örlagaríka dags, og þekkt evrópsk félög eins og Swissair og Sabina fóru í gjaldþrotaskipti. ,Á árinu 2001 vorum við að endurskoða leiðakerfið okkar með það fyrir augum að styrkja okkur í flugi miili Skandinavíu og Bandaríkjanna, en draga úr áherslunni á Mið-Evrópu. Við vorum búin að gera hér ýmsar áætlanir í þessa veru sumarið 2001. Þessum áædunum gátum við hrint í framkvæmd með mjög skömmum fyrirvara þegar þessir atburðir gerðust Þannig skárum við niður nánast allt okkar vetrarflug til Mið-Evrópu og fækkuðum ferðum í Bandaríkjaflugi um fjórðung. Héldum hins vegar okkar striki í flugi hingað til lands og í markaðsstarfi og því að kynna Island sem áhugaverðan áfangastað og með þvi að færa sæti úr sölu í Norður-Atlantshafsflugi til sölu á ferðamanna- markaðnum til Islands. Þetta skilaði tilætluðum árangri; við komum mjög vel út úr árinu 2002 og árunum sem á eftir hafa komið,“ segir Sigurður, sem telur að árangurinn sem náðist við þessar erfiðu kringumstæður grundvallist ekki síst á því að rekstur Flugleiða sé mjög sveigjanlegur. „Þessi sveigjanleiki okkar er bein afleiðing af þeirri miklu þekkingu í flugrekstri, ferðaþjónustu og alþjóðlegri markaðs- setningu sem hefur verið byggð upp hér innanhúss undanfarinn einn og hálfan áratug. Félagið hefur líka alltaf verið einkarekið, ólíkt nær öllum evrópskum félögum, sem hafa verið og eru mörg enn í ríkiseigu. Hér hefur því alltaf ríkt það viðhorf að félagið verði að ná árangri upp á eigin spýtur. Vilji starfsmanna til verka hefur afltaf verið mikill og kostnaður Flugleiða er með þvi lægsta sem þekkist í alþjóðlegum llugrekstri" Þurfum fleiri markhópa ferðamanna í dag má segja að Flugleiðir komi við sögu á nánast öllum sviðum íslenskrar ferðaþjónustu. Flugið er umsvifamesti þáttur starfseminnar, en áætla má að Icelandair flytji um það ríflega helming allra ferða- manna sem koma hingað til lands á ári hveiju. Fyrirtækið er einnig umsvifamikið í hótelrekstri og má þar meðal annars nefna Nordica hótel við Suðurlandsbraut í Reykjavík sem tekið var í notkun fyrir rúmu ári. „Með byggingu þess erum við að komast meira og betur inn á þennan svonefnda ráðstefnu- og hvataferða- markað sem fer sífeflt stækkandi,“ segir Sigurður, en tekur þó fram að stærstur hluti þeirra 360 þúsund ferðamanna sem koma hingað til lands á ári hverju sé fólk sem vifl upplifa landið sjálft og töfrandi náttúru þess. „Ef auka á fjölda ferðamanna hingað til lands þarf að ná til fleiri markhópa en hingað lil. Stærstu hópamir, sem komu hingað fyrr á árum, voru Evrópumenn sem óku með rútu hringinn í kringum landið - ellegar ungt háskólafólk í bakpoka- ferðalögum. I dag er þetta hins vegar mikið breytt, nú gerist það í æ ríkari mæli að hingað komi fólk sem skipuleggur sínar ferðir sjálft, leigir sér bfl og gistir á Edduhótelunum. Það er þessi markaður sem við horfum til og viljum stækka, og þá ekki síst að fá hingað fjölskyldufólkið,“ segir Sigurður. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.