Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Síða 22

Frjáls verslun - 01.11.2004, Síða 22
Hann gefnr lítið fyrir þau sjónarmið keppinauta félagsins að umsvif Flugleiða í íslenskri ferðaþjónustu séu orðin sllk að önnur fyrirtæki hafi ekki svigrúm til vaxtar og viðgangs. „Hag- fræðistofnun HI sýndi fram á það að vöxtur ferðaþjónustunnar á síðasta áratug væri fyrst og fremst drifinn áfram af vexti Flug- leiða, þróun leiðakerfisins og mark- aðssókn sem henni tengdist Erlendir ferðamenn eru mikilvægur markaðs- hluti í alþjóðafluginu og því vildum við hasla okkur völl í ferðaþjónustu og við höfum vissulega notið þess að hafa byggt upp þessa ört vaxandi atvinnu- grein, en við höfum jafnframt skapað grundvöll fyrir vöxt annarra fyrirtækja í þessari atvinnugrein.“ Samkeppnin er hvarvetna hörð Sigurður Helgason segir að einu gildi á hvaða þátt starfsemi Flugleiða sé iitið, samkeppnin sé hvarvetna hörð. I alþjóðafluginu til dæmis séu nýir keppinautar að koma fram og flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið sé einn harðasti samkeppnismarkaður sem þekkist í alþjóðaflugi. Þá sé Icelandair að bítast við Astreus og Iceland Express í fluginu til Kaupmannahafnar og Lundúna. Afleiðing þeirrar samkeppni sé þó fyrst og síðast að markaðurinn hafi stækkað. „Sú samkeppni hefúr vissulega breytt umhverfinu, en afkoma í fluginu til Kaupmannahafnar og Lundúna er engu að síður mjög góð. Þetta eru okkar bestu leiðir. Síðustu tuttugu ár hefur þróunin í flugrekstri í heiminum verið sú að fargjöld hafa farið lækkandi og við því eiga félögin það einasta svar að auka fram- leiðni sína og hafa sem mest af kostnaðinum breytilegan þannig að bregðast megi við aðstæðum á hverjum tíma.“ Vesturströndin og Útrásin Seint í september var tilkynnt að á vori komanda hæfist skipulegt áætiunarflug Icelandair milli Islands og San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna, en þessi möguleiki hafði þá verið í skoðun hjá félaginu um nokkurt skeið. I flug á þessari leið verður leigð 270 farþega þota af gerðinni Boe- ing 767 og flognar verða flórar ferðir í viku hverri. Þetta ásamt öðru mun auka ferða- og sætaframboð í sumaráætlun félagsins um 20% frá 1994. Þá hefur sumaráætlun Icelandair vaxið um 40% fiá 2002. „Með þessu stefnum við að enn frekari útrás,“ segir Sigurður. Vélin frá San Francisco kemur til Keflavíkur klukkan 14:45, eftir níu stunda flug, og heldur svo áfram rúmri klukkustund síðar til Evrópu. Þetta er sama fyrirkomulag og á morgnana. Þá koma flug- vélar fiá öðrum áfangastöðum vestanhafs og halda áfram til Evrópu eftir stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er fyrsta tilraunin sem við gerum til að búa til tengibanka í fluginu síðdegis. Til þessa hefur mesta umferðin hjá okkur verið í Leifsstöð milli klukkan sjö og átta á morgn- ana, en núna erum við að reyna að færa út kvíamar. Gangi þetta upp sé ég fyrir mér að við höldum áfram á sömu braut. Möguleikinn á flugi til fleiri borga á vesturströnd Bandaríkjanna er til staðar og í skoðun, en einnig að fljúga til annarra tjarlægari staða.“ Horft til Kína Flugleiðin milli Peking og íslands er lítið lengri en til San Francisco, en hjá Icelandair heíur Kínaflug verið til skoðunar nú um nokkurt skeið. „Á síðustu árum höfum við aukið allt markaðs- og kynningarstarf okkar í Asíu og við höfum vissulega séð það bera árangur. Markaður í Kína, Taiwan og Japan er gríðarlega stór og sá hópur fólks þama, sem hefur vilja og áhuga til að ferðast, fer sífellt stækkandi," segir Sigurður, en undirstrikar að engar ákvarðanir um Asíuflug hafi verið teknar. Fyrst þurfi menn að sjá hvemig til takist með vesturstrandar- flugið á sumri komanda, en menn séu þó í öllu falli mjög bjart- sýnir. I áætiunum Icelandair fyrir komandi sumar sé gert ráð fyrir meira en 50% aukningu á ferðum íslendinga vestur um haf. Lágt gengi dollars gagnvart krónu um þessar mundir er liklegt til að ýta undir vesturferðir íslendinga. „Gengisþróunin hefur fika áhrif á hinn veginn fyrir okkar. Meðan krónan stendur svona hátt er Island mjög dýr áfanga- staður og þeir sem koma til dæmis frá Bandaríkjunum í skemmti- f „I Bandaríkjunum opnaðist mér nýr heimur. A þeim tíma skilaði sölusvæðið vestra helmingi heildartekna félagsins og var því lang- mikilvægasta sölusvæðið.“ Leiðandi í matar- og drykkjarsjálfsölum fyrír vinnustaði. 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.