Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 83
BILAR
Steindór Einarsson bílakóngur. Myndin er fengin hjá dóttursyni hans, Geir H.
Haarde fjármálaráðherra.
Steindór Einarsson var óumdeildur kóngur í ríki sínu á
suðvesturhomi landsins. Um tíma átti hann persónulega yfir
70 bíla af margvíslegum stærðum og þjónaði öllum helstu
áætlunarleiðum út frá Reykjavík, auk þess að leigja út bíla til
hópferða. Hann rak einnig leigubílastöð sem kennd var við hann
sjálfan og að sjálfsögðu hafði hann eigin viðhaldsþjónustu fyrir
alla þessa útgerð.
var að sá atvinnuvegur var á fallanda fæti
því nú var verið að gera Reykjavíkur-
höfn þar sem skip áttu að geta lagst að
bryggju.
Steindór var snemma naskur að koma
auga á möguleikana. Hann ákvað að
veðja á þau tækifæri sem bíllinn bauð
upp á og keypti Ford T fólksbíl árið 1915
af Helga Jónssyni í Tungu í Reykjavík.
Hann hafði sjálfur ekki ökuréttindi þegar
hér var komið og réð þegar bílstjóra á
bílinn sem hann gerði út til leiguaksturs.
Fyrsti bílstjórinn hjá honum hét Har-
aldur Jónsson, trésmiður úr Svarfaðardal
sem ekki hafði langa viðdvöl við akstur
heldur sneri sér aftur að iðn sinni. Eftir
fáa mánuði tók við af honum mágur
Steindórs, Grímur Jóhannes Sigurðsson,
sem alla tíð síðan vann hjá honum. Hann
var fyrst bílstjóri, síðan verkstæðisfor-
maður og loks birgðastjóri stöðvarinnar.
- Því má skjóta hér inn að þrír ættliðir
komnir af Grími hafa stundað og stunda
enn bifreiðaútgerð og akstur: Snæland
Grímsson sem um árabil átti og rak
Áætlunarbíla Mosfellssveitar en síðan
rútufyrirtæki undir eigin nafni, Snæland
Grímsson hf., sem Lárus sonur hans
rekur nú ásamt sonum sínum.
Byrjaði i skáp undir stiga Steindór
sjálfur fékk ekki ökuskirteini fyrr en
vorið 1916. Bílum hans fjölgaði jafnt og
þétt og árið 1918 var hann skrifaður
fyrir 8 bílum. Um haustið það ár stofnaði
hann endanlega bílastöð undir nafni sínu
„í þröngri kompu eða þó öllu heldur
skáp, undir stiga í þeim aðalinngangi
Hótels Islands er vissi út að Austurstræti.
En hótelið stóð á homi Aðalstrætis og
Austurstrætis og hafði sínar aðaldymar
hvomm megin."1
Hótel ísland virðist hafa verið raun-
veruleg þungamiðja Reykjavíkur á
þessum tima. Þar var veitingahús og
þar vom kvikmyndasýningar, en Nýja
83