Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 15
Ranða tvístirnið
Karl Marx og Frledrloh Engela.
Ekkert sjálfsagðara getur hugsast en það,
að ársrit félags, sem ætlar sór að fást við
útgáfu bókmenta i anda hins nýja tíma, sem
mótaður er svo mjög af menningarstefnu al-
pýðustéttarinnar, jafnaðarstefnunni, sýni þeim
tveimur mönnum, sem með sanni mega teljast
alt í senn, spámenn, höfundar og fyrstu oraut-
ryðjendur þeirra vísinda, er allar markvissar
bókmentir nýtimans eru runnar upp af, fyrst
og fremst þá ræktarsemi, sem riti þessu er
m. a. smátt og smátt ætlað að votta helztu
brautryðjendum alþýðuhreyfingarinnar hérlend-
is og erlendis fyrr og nú, með því að birta
lesendunum inyndir þeirra og segja frá aðal-
dráttunum í æfi þeirra og baráttu. Þessir
tveir menn eru hið rauða tvístirni á morgun-
himni hinnar nýjustu sögualdar, baráttufólag-
arnir Karl Marx og Friedrich Engels, höfund-
ar hinnar svokölluðu vísindalegu jafnaðarstefnu
nútímans. — Verður hér á eftir mjög stuttlega
rakinn æfiferill þeirra eftir frásögn fróðustu
manna og reynt að fara með sem sannast og
réttast, svo sem sjálfsagt er og skylt, er um
þá menn ræðir, sem mátu sannleik og réttlæti
öliu æðra, og þó að sá, er þetta ritar, telji
sig að vísu til þessa verks mjög lítt færan,
þá vurð að tjalda því, sem til var, til verksins,
er það kallaði að.
11