Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 68
hafa veitt henni viðtöku. Þeir hafa séð, að ekki
tjóir að gera þær kröfur manninum til handa,
sem fara algerlega í bága við kröfurnar, sem
gerðar eru öðrum líftegundum til handa. Til
verndar hinum frjálsa vilja hjá manninum hafa
þeir því mótmælt hverri tilraun til að skýra
hegðun hins lifanda efnis út frá þeim lög-
málum, sem eðlisfræðin og efnafræðin hlíta.
Alit Descartes, þess efnis, að öll lægri dýr séu
sjálfhreyflar, er ekki lengur þakklátlega með-
tekið af frjálslynduin guðfræðingum. Kenningin
um áframhaldið skapar hjá þeim tilhneigingu
til að stíga enn einu feti framar og halda því
frain, að jafnvel hegðun hins dauða efnis sé
ekki skilmálalaust stjórnað af óumbreytilegum
lögmálum. Peim virðist hafa sést yfir þá stað-
reynd, að sé lögstjórnin afnumin, eru um leið
afnumdir allir möguleikar kraftaverka, úr því
kraftaverk eru þeir verknaðir guðs, sem ganga
á móti þeim lögum, sem stjórna venjulegum
fyrirbrigðum. Samt sem áður get ég ímyndað
mér þá nútímaguðfræðinga, sem haldi því fram
með vísdómsþrungnu yfirbragði, að sköpunin
sé öll eitt kraftaverk, þannig, að ekki sé þörf
á að festa hugann við ákveðna fyrirburði, sein
vitni sérstaklega um afskifti guðdómsins.
Undir áhrifunum frá þessari gagnverkun
móti náttúrulögmáiunum hafa nokkrir kristnir
trúvarnarfræðingar gripið til hinna síðustu
kenninga um frumeindirnar (atoms), sem leitast
við að sýna fram á, að þau eðlisfræðilögmál,
sem vér höfum hingað til trúað, gildi að eins
yfir höfuð og hér um bil að því, er snertir
frumeindir í stórum heildum, meðan ódeilið
64