Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 55
varhugaverð. Ég myndi ekki vilja setja skorður
við þekkingarleit nokkurs manns á hvaða aldri,
sem hann er. En í þessu sérstaka tilfelli, þar
sem um er að ræða þekkingu á kynferðisefn-
um, þá eru rökin í hennar vil þyngri á metun-
um en um nokkra þekkingu aðra. Hver maður
er óliklegri til að hafast viturlega að, ef hann
skortir þekkingu, heldur en ef hann er vitandi
vits, og það er heimskulegt að innblása ung-
lingum sektartilfinningu vegna þess, að þau
láta i ljós eðlilega forvitni um þýðingarmikið
efni.
öllum drengjum þykir gaman að járnbrautar-
lestum. Setjum svo, að vér segðum einhverjum
dreng, að það væri ljótt að hafa gaman af
járnbrautarlestum; setjum svo, að við byndum
fyrir augun á honum, hvenær sem hann væri
í járnbrautarlest eða á járnbrautarstöð; setjum
svo, nð vór leyfðum aldrei, að orðið „járnbraut-
arlest" væri nefnt í áhreyrn hans, og sveipuð-
um í órjúfanlega dularslæðu þær aðferðir, sem
hafðar eru til þess að komast úr einum stað í
annan. Árangurinn myndi ekki verða sá, að
hann hætti að hafa gatnan af járnbrautarlest-
um, þvert á móti; hann myndi hafa meiri á-
huga á þeim en nokkurn tíma áður, en það
myndi skapast hjá honum sjúkleg sektarmeð-
vitfund, þar sem honum hefði verið kent að
álíta þennan áhuga ósæmilegan. Með þessum
hætti mætti gera hvern skynsaman dreng meira
eða minna taugaveiklaðan. Það er nákvæmlega
þetta, sem gert er I kynferðisefnunt, en þar
sem kynferði er hugstæðara efni en járnbraut-
arlestir, verður árangurinn enn þá verri. Næst-
51