Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 70
stök áhrif á hegðun manns. Postular hins frjálsa
vilja halda því fram, að maður geti komist hjá
því n>eð viljaþreki að drekka sig drukkinn, en
þeir halda því ekki fram, að þegar maður er
drukkinn á annað borð, geti hann borið fram
orðin „brezka stjórnarskráin" jafn-skýrt og ef
hann væri algáður. Allir, sem haft hafa sainan
við börn að sælda, vita, að hæfilegt mataræði
er betur til þess fallið að gera þau þæg en
mælskuþrungnustu predikanir veraldarinnar.
Einu áhrifin, sem kenningin um frjálsan \ilja
Jiefir í reyndinni, eru þau að hindra fólk frá
því að láta slíka hversdagsþekkingu leiða sig
að skynsamri niðurstöðu. Þegar einhver maður
hegðar sér oss til leiðinda, þá kjósum vér að
líta á hann sem slæman mann, en neitum að
liorfast í augu við þá staðreynd, að hin leið-
inlega hegðun hans á rót sína að rekja til um-
liðinna orsaka, sem ná iðulega aftur fyrir fæð-
ingardag hans, ef vér gefum oss tíma til að
rekja spor þeirra nógu langt, og þannig ó-
mögulegt að kalla hann til ábyrgðar, hvernig
sem vér beitum ímyndunaraflinu.
P>að kemur aldrei fyrir, að maður meö-
höndli bifreið sína eins heimskulega og hann
meðhöndlar aðrar mannlegar verur. Vilji bif-
leiðin ekki fara af stað, þá ásakar liann hana
ekki um synd vegna sinnar leiðinlegu hegðunar.
Hann segir ekki: „Þú ert slæm bifreið, og mér
dettur ekki í hug að láta á þig meira benzín,
fyrr en þú i'erð af stað.“ Hann reynir að finna
út, livað er að og laga það. Sams konar aðferð
til að meðhöndla mannlegar verur er álitin
gagnstæð sannindum vorrar heilögu trúar. I>að
66