Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 109
henni síðan „spravka" (wttorð) um ástæður
hennar og segir henni að fara til „sovétsins" í
hennar umdæmi, cn þar er sérstök nefnd, sem
fjallar um slík mál. r>egar hún loks hefir
fengið leyfi yfirvaldanna, fer hún á fæðingar-
spítalann, og par veitir sérfræðingur henni við-
eigandi læknishjálp, og síðan liggur hún þar
i minsta kosti viku, alt ókeypis. Ef konan vill
eignast barnið, fær hún öll nauðsynleg ráð og
hjálp um meðgöngutímann og 8 vikna frí með
fullu kaupi fyrir og eftir barnsburðinn. Sér-
hver kona á frjálsan aðgang að fæðingarspítöl-
nnura, hvort hún vill heldur til að ala barn
sitt eða til að láta eyða fóstri sínu, og hún er
aldrei spurð: „Ertu gift?“ eða: „Hver er faðir
að baminu?"
Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna í „sovét"-
Rússlandi er ekki að eins kenning, heldur stað-
reynd. Konur eru hvattar til þess og veitt upp-
eldi til þess að þykja það sjálfsagöur hlutur,
að þær sjái fyrir sér sjálfar, livort heldur þær
eru ógiftar eða giftar eða jafnvel mæður, og
ríkisstjórnin gerir alt, sem hún getur, til þess að
gera slíkt mögulegt. Fyrst og fremst er enginn
munur gerður á vinnu kvcnna og karla í iðn-
aðinum. Iðnfólögin heimta skilyrðislaust, að
konum sé goldið sama kaup og karimönnum
fyrir sömu vinnu, og konum er opinn aðgangur
að hvaöa vinnu sem er alt frá moldargreftri
•upp í verkfræðislörf. Konur eru jafnvel í rauða
hernum. Til dæmis má nefna konu eina gifta
liðsforingja og tveggja barna móður, sem fyrir
skemstu lauk námi i heraaðarháskólanum í
Moskvu og fékk síðan herforingjastöðu.
105