Almanak alþýðu - 01.01.1930, Side 38
við samþykt sambandsþingsins 1929 og sem
miðaði að því, að skattgjöldin kæmu réttlátar
niður.
Frumvörp og tillögur um einkasölu á stein-
olíu og tóbaki voru flutt, en dagaði uppi. Hefir
Framsókn þó jafnan talið sig fylgja tóbaks-
einkasölu, en á alþingi 1930 brást hún í því
máli á siðustu stundu.
Samkvæmt kröfu sambandsþingsins i fyrra
var flutt frv. um 8 stunda vinnudag í sildar-
bræðslu- og fiskimjöls-verksmiðjum. Komst mál-
\ið í nefnd í neðri deild, en nefndin klofnaði,
og var Héðinn Valdimarsson í minni hluta.
Síðan dagaði frv. uppi.
r>á fluttu Alþýðuflokksmenn á síðasta þingi
merkilegt mál, sem við höfum eiginlega of
lítið talað um opinberlega. Fetta var frv. um >
jöfnunarsjóð ríkisins. Er þessum sjóði ætlað
að jafna framkvæmdir liins opinbera frá ári
til árs. Þegar tekjur ríkissjóðs fara fram úr
12 milljónum króna, þá ætlast frv. til, að það,
sem þar er fram yfir, verði lagt í sérstakan
sjóð og fé hans varið til opinberra fram-
kvæmda, þegar erfiðara er i ári hjá ríkis-
sjóðnum. Er til í Svíþjóð svipuö löggjöf og
hér er farið fram á og var flutt af jafnaðar-
mönnum þar. Fykir þessi sjóður hafa gefist vel.
Hefir hann á erfiðum tímum getað bætt úr at-
vinnuleysi, en í góðum árum takmarkað eyðslu (
ríkisstjórnar. Sama hlutverk er jöfnunarsjóði
okkar ætlað að vinna."
Félög, félagar og fjárhagur.
Pegar þingið var háð, voru í Alþýðusambandi
34