Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 51
fyrir hjónabandsbrot. Hvorki kaþólskir né mót-
nuelendur hafa sýnt neina sérstaka viðleitni
til að fylgja kenningu hans i neinu af þessu.
Það er að vísu rétt, að sumir Frans-inunkar
gerðu tilraun til að bera fram kenninguna um
postullega fátækt, en páfinn bannfærði þá, og
Uenning þeirra var yfirlýst villukenning. Eða
tökum tii dæmis orð eins og: „dæmið eigi, svo
þér vcrðið ekki dæmdir", og athugum, hver
áhrif slíkur texti hefir haft á Rannsóknarrétt-
inn og Ku KIux Klan.
Þetta á jafnt við um Búddatrúna eins og
kristindóminn. Búdda var ljúfur og upplýstur;
á banabeði hló hann að lærisveinum sinum fyrir
að imynda sér, að hann væri ódauðlegur. En
klerkastétt Búddatrúarmanna, eins og til dæmis
i Tibet, hefir verið fjandsamleg mentun, harð-
úðug og frámunalega grimm.
Munurinn á kirkju og stofnanda hennar er
engin tilviljun. Öðar en áiitið er, að fullgildur
sannleiki sé falinn í orðum einhvers ákveðins
manns, þá tekur flokkur af sérfræðingum að
útþýða orð hans, og þessir sérfræðingar kom-
ast óhjákvæinilega til valda, úr því þeir geyina
lykilinn að sannleikanum. Og eins og hver önn-
ur heldristétt nota þeir völd sín i eiginhags-
munaskyni. Þeir eru þó að einu leyti lakari
en nokkur heldristétt önnur, með því að það
er verkefni þeirra að útbreiða óbreyttan sann-
leik, sem hafi verið opinberaður i eitt skifti
fyrir öll með ýtrustu fullkomnun, þannig, að
þeir hljóta að verða andstæðingar alira sið-
ferðilegra og vitsmunalegra framfara. Kirkjan
andæfði Galileo og Darwin; á vorum dögum
47