Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 36
mól, en þeir, sem bezt hafa vit á, telja þaö
bót frá því, sem áður var. Mér hefir þó verið
sagt af mistökum á framkvæmd iaganna í sum-
ar, en engar veit ég sðnnur á því. ,
Það hefir verið áhugamál íhaldsins og sumra
Framsóknarmanna að fella niður rétt. þann, sem
sjómenn hafa til lögveðs í skipum til trygg-
ingar kaupi sínu. Hefir því verið borið við,
að skipin væru ekki veðhæf vegna sjóveða,
er á þau kynnu að hlaðast. Hins vegar er aug-
ljóst, að fyrst ber að sjá verkafólkinu, sem
starfar að fiskveiðum og því ber uppi arðvæni
fyrirtækjanna, fyrir því, að það fái greitt kaup
sitt. Var ástæða til nokkurrar hræðslu við, að
þessi réttarspilling — afnám sjóveða — næði
fram að ganga. Á þingunum 1928 og 1929
tókst að hindra þetta, svo að frumvarpið dag-
aði uppi, og á þingi 1930 tókst það með því
móti, að í lög um fiskiveiðasjóð var sett á-
kvæði um að Vk°/o af lánum, sem bátarnir fá
úr sjóðnum, sé lagt í sjóð sér til þess að
standast sjóveðsskuldir að svo miklu leyti, sem
bátaeigendur geta ekki staðið straum af þeim.
Þetta er tvíinælalaust eitt af mestu hagsmuna-
málum sjómanna. Svipuð lög þessu kváðu vera
í Kanada fyrir menn, sem vinna við húsabygg-
ingar, svo að þeir geta lagt löghald á húsin
til tryggingar kaupi sínu. Það væri vel athug-
andi, hvort ekki gæti komist svipaö skipulag á
hér á landi uin greiðslu á kaupi byggingar-
verkamanna. Það hefir oft orðið misbrestur
með greiðslu á kaupi þeirra. Með því móti
myndi líka þeiin ekki verða trúað fyrir „akk-
i
-32