Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 17
úr Paris, og liurfu þeir Engels þá tii Brussel
i Belgiu. Þar tók Marx sainan ritið „Misére
de la philosophie. Réponse á La philosophie
de la misére de M. Proudhon" (þ. e. „Eymd
lieimspekinnar, svar við Heimspeki eymdar-
innar eftir Proudhon"), er kom út árið 1847;
rífur Marx þar sundur þá stjórnieysissinnuðu
einstaklingshyggju, er Proudhon hélt fram. Árið
1848 kom út liið heimsfræga stefnuskrárrit
jafnaðarmanna, er Marx ritaði í samvinnu við
Engels: „Das kommunistische Manifest" („Yfir-
lýsing sameignarsinna")*); hafði „Samband sam-
eignarsinna", „alþjóðlegt verkamannafélag, sem
þá auðvitað varð að vera leynilegt", falið [teim
að semja yfirlýsingu þessa eöa ávarp á fundi
i Lundúnum árið áöur. „Engin bók, sem rituð
hefir verið um þjóðféiagsmálefni, lýsir við-
tækari og betri skiLningi á þróunarlógum þjóð-
félagsins", segja þýðendur hennar á íslenzku.
öyltingarárið 1848 reyndi Marx að ná ból-
festu í Þýzkalandi og hóf þar útgáfu á blaði,
er kallaðist „Neue Rheinische Zeitung" („Ný
Rínartíðindi"), en var neyddur til land-
flótta og tók sér þá bústað i Lundúnum, og
þar átti hann síðan heima til æfiloka. Lagði
liann upp frá þvi kappsamlega stund á vís-
indi sín, rannsóknina á þróunaröflum þjóðfé-
lagsins, en sinti jafnframt blaðamenskustörfum;
var hann lengi stjórnmálafréttaritari ameríska
stórblaðsins „New York Tribune". Fyrsti á-
vöxtur hinna visindalegu hagfræði-rannsókna
*) lslcnzk ÞýðlnR nieð hálfpýddu nnfnlnn („Kommúnista-
ávarplð*) ko.ii út árlö 1824 á Akureyrl, fíefln út af „Jnfn-
uöarmannafélaglnu* 1 Reykjavik.
i
13