Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 57
ábyrgð á glæpum þess. Ef guð hefir vitað fyrir
fram þær syndir, sem maðurinn myndi drýgja,
þá er ljóst, að hann ber ábyrgð á öllum afleið-
ingum þessara synda frá því, er liann ákvað
að skapa manninn. Hin algengu, kristnu rök
eru þau, að þjáningarnar i heiminum eigi að
hreinþvo syndina og séu þess vegna ágætar.
Þess rök eru auðvitað ekki annað en rétt-
læting á ástríðum kvalarans; undir öllum kring-
umstæðum eru það mjög léleg rök. Ég vildi
mega bjóða hvaða kristnum manni, sem vera
skal, að fylgja mér á barnadeild í einhverju
sjúkrahúsi til að horfa upp á þær þjáningar,
sem þar eru þolaðar, og síðan halda fram
þeirri staðhæfingu, að þessi börn séu svo
siðspilt, að þau verðskuldi þessar þjáningar.
Eigi maður að fá sig til að halda slíku frarn,
verður maður að gera út af við alla miskunn
og samlíðan í brjósti sínu. i stuttu máli sagt,
sá maður, sem heldur sliku fram, verður að
gera sjálfan sig eins grimmúðugan og þann
guð, sem hann trúir á. Enginn, sem trúir þvi,
að alt sé til góðs í þessum þjáða ‘heimi,
getur varðveitt siðferðisverðmæti sín óskert,
þar sem hann hlýtur alt af að vera að leita
að afsökunum á þjáningu og eymd.
Mótbárur gegn trúarbrögðum.
Mótbárur gegn trúarbrögðum eru tvenns kon-
ar, vitsmunalegar og siðferðilegar. Vits-
munalega mótbáran er sú, að það er engin
ástæða til að ætla, að nokkur trúarbrögð séu
sönn; siðferðilega mótbáran er sú, að trúar-
legar samþyktir eru til komnar á tímum, þegar
53