Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 50
urn skerf til siðinenningarinnar. Þau stuðluðu
i fornöld til {>ess, að tímatalið var sett, og
komu egypzkum prestum til að skrá sólmyrkva
með slíkri umhyggju, að þeim tókst að lokum
að segja þá fyrir. Ég er reiðubúinn til að
\nðurkenna þessar tvær verðskuldanir, en þá
er líka upp talið að þvi, sem mér er kunnugt.
Orðið „trú" er notað í mjög óljósri merkingu
nú á dögum. Fólk, sem er undir áhrifum ný-
ustu tízku. í mótmælendatrúarbrögðum, notar
orðið til þess að tákna sérhverja alvörugefna,
persónulega sannfæringu um siðgæði eða nátt-
úru alheimsins. Þessi notkun orðsins er i fylsta
máta ósagnfræðileg. Trú er upphaflega félags-
legt fyrirbrigði. Hitt má vera, að kirkjur geti
rakið upphaf sitt til sterkrar sannfæringar ein-
hvers einstaklings, en þessir fræðarar hafa
sjaldan haft mikil áhrif á kirkjur þær, sem
þeir stofnuðu, meðan kirkjurnar sjálfar höfðu
hins vegar geysileg áhrif á þau þjóðfélög,
þar sem þær blómguðust. Vér skulum athuga
það dæmi, sem kunnast er arfþegum vest-
rænnar siðmenningar: Kenning Krists, eins og
hún birtist í guðspjöllunum, hefir haft frá-
munalega lítið samband við siðfræði kristinna
manna. Frá félagslegu og sagnfræðilegu sjón-
armiði er Kristur alls ekki hið ábærilega í
kristindóminum, heldur kirkjan, og ef vér ætl-
um að dæma um kristindóminn sem þátt i
mannlegu félagslífi, þá tjóar ekki að leita
heimilda í guðspjöllunum. Kristur kendi, að
nienn ættu að gefa eignir sínar til fátækra, að
menn ættu ekki að berjast, að menn ættu ekki
að fara í kirkju, að menn ættu ekki að refsa
46