Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 23
ins“). Vann hann upp frá því einkum að rit-
störfum, er lutu að því að skipa kenningum
þeirra Marx í samfelt kerfi, en honum entist
ekki aldur til þess af því, að eftir fráfall
Marx tók hann að sér að annast um útgáfu II.
og III. bindis af „Auðmagninu". Hann andaðist
í Lundúnum árið 1895.
Með vísindalegum ritstftrfum sinum ruddi En-
gels einkum braut heimspekilegum skýringum á
kenningum Marx og jafnaðarmanna og hafði
þannig frœðilega forustu hinnar aljjjóðlegu
jafnaðarmannahreyfingar. Hefir hann ritað all-
mikið, og má af ritum lians nefna þessi: „Der
deutsche Bauernkrieg" („Bændastriðið þýzka“),
er kom út árið 1850, „Notes of War“ („At-
hugasemdir um stríð") út af stríðinu milli Þjóð-
verja og Frakka 1870—1871, og þykja þær bera
vott um afburða-þekkingu á hernaðarmálum,
„Der Ursprung der Familie, des Privateigen-
tums und des Staats" („Uppruni fjftlskyldunn-
ar, einkaeignarréttarins og rikisins"), kom út
árið 1884, „Die Entwicklung des Sozialisinus
von der Utopie zur Wissenschaft" („Þróun
jafnaðarstefnunnar frá draumsjón til visinda"),
er kom út árið 1893, — og hefir sú bók komið
út í íslenzkri þýðingu (Akureyri 1927). Fjöldi
ritgerða eftir Engels kom út i tímaritum víðs
vegar, en þeim er nú safnað sainan í heildar-
útgáfu þá af ritum Marx og Engels, er byrjaði
að koina árið 1926.
Þetta, sein hér hefir verið sagt frá þessum
miklu brautryðjendum hinnar nýju menningar-
stefnu, er alþýða allra landa fyikir sér smátt
19