Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 78
kristin ínanneskja hlýtur að halda þvi fram,
að hinn síðari af mönnum þessum hafi verið
dygöugri en hinn fyrri. Slík afstaða er auð-
vitað hjátrú ein og algerlega andsta'ð allri
skynsemi. Samt sem áður er slíkt þrugl óhjá-
kvæmilegt, á meðan hjásneiðing synda er álitin
þýðingarmeiri en jákvæðar verðskuldanir, og
meðan þekkingin er ekki viðurkcnd sem hjálp-
armeðal til að lifa gagnlegu lifi.
Hin síðari og grunnstæðari mótbára gegn not-
færslu ótta og haturs með þeiin hætti, sem
kirkjan ástundar, er sú, að nú er hægt að upp-
ræta þessar tilfinningar næstum þvi algerlega
með uppeldislegum, hagrænum og pólitískum
umbótum. Uppeldisumbæturnar hljóta að verða
grundvöllurinn, með því menn, sem haldnir eru
hatri og ótta, munu ait af dást að þessuin til-
finningum og óska eftir að halda þeim við,
enda þótt þessi aðdáun og þessi ósk muni
sennilega vera ómeðvitandi, eins og hún er
venjulega hjá kristnum mönnum. l>ví fer fjarri,
að erfitt sé að skapa uppeldi, sem miðar til
þess að útrýma ótta. Að eins er nauðsynlegt
að meðhöndla bamið með góðgirni, setja það
i umhverfi, þar sem framtakssemi er möguleg
án slysalegra afleiðinga, og vernda það fyrir
öllu sambandi við fólk, sem haldið er af óskyn-
samlegri hræðslu, hvort heldur er við inyrkur,
rottur eða þjóðfélagsbyltingu. Ekki má heldur
gera barnið að skotspæni strangra refsinga,
hótana né alvarlegra eða fasmikilla atyrða. Að
xærnda barn gegn hatri er töluvert vandasam-
ara. Með nákvæmum og hnitmiðuðum jöfnuði
milli ólíkra barna verður að gæta þess vand-
74