Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 67
trúði; þessi kenning kraíðist l>ess, að gerðir
manna væru að minsta kosti ekki undirorpnar
lögmáli náttúrunnar. Á hinn bóginn var (eink-
um á átjándu og nítjándu öld) trúin á guð sem
löggjaía og lögmál náttúrunnar þá talin ein-
hver helztu rökin fyrir tilveru skaparans. Á
síðari tímum hefir mótbáran gegn slikri lög-
stjórn í þágu hins frjálsa vilja orðið ábærilegri
en sú trú, að lögmál náttúrunnar væru sann-
anir fyrir tilvist löggjafans. Efnishyggjumenn
notfærðu sér lögmál eðlisfræðinnar til þess að
sýna eða öllu heldur reyna að sýna fram á,
að hreyfingar mannlegra likama hlíti vélrænni
forákvörðun, og af því leiði, að alt, sem vér
segjum, ásamt hverri hreyfingu, sem vér ger-
um, hljóti að liggja utan við alla möguleika
liins svonefnda frjúlsa vilja. Sé þetta rétt, þá
hafa þeir hlutir ekki mikla þýðingu, sem eru
eftir skildir handa hinu óbundna ‘sjúlfræði
voru. Ef þær likamshreyfingar, sem til þurfa,
hvort heldur maður yrkir kvæði eða drýgir
inorð, orsakast eingöngu af eðlisfræðilegum or-
sökum, virðist heimskulegt að reisa manni
minnisvarða fyrir annað, en hengja hann fyrir
liitt. 1 sumum háspekilegum kennikerfum gætu
samt átt sér stað þeir afkimar hreinnar hugs-
unar, þar sem viljinn væri frjáls; en þar sem
aðferðin til að iniðla öðrum þessari tegund af
hugsun byggist að eins á likamlegum hreyfing-
um, þá hlýtur svið frjálsræðisins samt að verða
öðrum ómiðlanlegt og þannig sneytt allri 1é-
lagslegri þýðingu.
Þá hefir framþróunarkenningin ekki haft all-
litil áhrif á þá kristna menn, sem á annað borð
63