Morgunn - 01.12.1997, Page 7
Rilstjórarabb
„óvirka“ hluta heilans. Þess vegna vil ég leyfa mér að
álykta sem svo, að sá hluti hans, þessir 9/10 hlutar, sem
jafnan er sagt að við notum ekki, sé í fullri notkun og á
víðari sviðum en við getum gert okkur grein fyrir í
gegnum takmarkaða dagvitund okkar. Þetta sé ekki
spurning um óvirkni þessa heilahluta, heldur af einhverj-
um ástæðum, vegna vangetu okkar eða þekkingarskorts til
að átta okkur á eða gera okkur grein fyrir þeirri æðri
virkni, sem fram fer í þessum hluta heilans.
Svona munu vísindin smám
saman uppgötva og færa sönnur
á flest það sem sýnt hefur verið
fram á innan spíritismans.
í áðumefndri grein er gert ráð
fyrir þeim möguleika að heila-
starfsemi og virkni muni þróast til
þess í framtíðinni að skynja fjórðu
víddina. Og hvert mun það leiða
okkur? Þá mun nú fara að styttast
allnokkuð leiðin á milli jarð-
sviðsins og hins æðri hluta þess,
svo ekki sé nú meira sagt.
Sé það staðreyndin að þróun sambands við handan-
heima liggi í gegnum þroska og aukna virkni heila mann-
sins, því ekki er ólíklegt að það fylgist að, þroski og
virkni, þá útskýrir það að ýmsu leyti stöðu sambandsmála
spíritismans í dag. Við erum þá væntanlega á undirbún-
ingsskeiði ennþá, undirbúnings- og virkniþjálfunarskeiði,
ef svo mætti segja, undir beinna og jafnvel sterkara, þegar
lengra er litið, altæks sambands við þá heima sem við
forum til eftir dauðann.
Þrátt fyrir allar véltækniþróanir, sem í gangi eru
MORGUNN 5