Morgunn - 01.12.1997, Blaðsíða 9
Ritstjórarabb
þessi þróun er unnin eða hversu mikla hönd í bagga þeir
sem næstir okkur eru handan sviðs, hafa í sambands-
möguleikunum. Það er þó ljóst að þeir, eða þá einhverjir
eða eitthvað þeim enn æðra, hafa stærsta hlutann að segja
í þeim möguleikum sein eru og hafa verið á því að hafa
samband við heiminn fyrir handan. Það er því, eins og
áður segir, afskaplega mikil einföldun og allt að því
skammsýni að vera að agnúast út í sálarrannsóknastefn-
una og sálarrannsóknafélögin íyrir það að sannanir og
íyrirbæri séu ekki í sama farvegi og áður nú um stundir.
Menn, sem tala um slíkt eru, að mínu mati, með, að því er
virðist, nokkuð einhæfa yfirsýn og gleyma að taka með í
reikninginn það hversu mikið þetta byggist á þátttöku
þeirra fyrir handan og frumkvæði. Nútíma spíritismi hófst
að frumkvæði þeirra fyrir handan og ég sé ekki betur en
að þeir liafi stjórnað því sem innan hans hefur gerst, hvað
sambönd og sambands leiðir varðar.
Hlutverk sálarrannsóknafélaga er að mínu viti, að miklu
leyti falið í að spila með, taka á móti og miðla, styðja og
þjálfa þau verkfæri sem í boði eru. Ég hygg að það séu
ekki afskaplega margir miðlar t.d., sem beinlínis hafa
verið „búnir til“ ef svo mætti segja, af sálarrannsókna-
félögum. Farvegur þeirra er, að því er mér virðist, yfirleitt
orðinn til annarsstaðar og annarsstaðar frá kominn, þ.e. í
meðfæddum hæfileikum eða stuðningi að handan.
Það er eins og Hinder Emrich kemur að í áður nefndri
grein sinni, að rannsóknir á litsýnarhæfileikum heilans
benda sterklega til þess að í honurn sé að finna stöðvar
víðtækari skynjunar en við gerum okkur nokkra hugmynd
um í dag. Mér finnst það einmitt geta bent til skýringar á
því t.d., þegar fólk hefur farið til miðla og beðið um að sér
væri „lokað,“ eins og það hefur verið kallað, þ.e. ef fólk
MORGUNN 7