Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 29

Morgunn - 01.12.1997, Side 29
Sannanir fyrir lífi eflir dauðann kannanir á Indlandi og komst að því að þau tilfelli sem skýrt var frá á því menningarsvæði voru í litlu frábrugðin þeim sem safnað hafði verið á Vesturlöndum. (Hann skýrði frá þessum rannsóknum sínum í bók sinni „Sýnir við dánarbeði,“ sem hann reit í samvinnu við dr. Erlend Haraldsson frá íslandi). Þessar uppgötvanir eru vissulega í samræmi við framlífskenninguna, þ.e. að slíkar upplifanir séu sýnir á framlíf. En aðrar (og alveg eins samkvæmar) kenningar geta líka skýrt frá nær-dauða-reynslu og sýnum við dánar- beði. Algengasta kenningin af þessu tagi staðhæfir að þessi reynsla sé almennt eins, því, þegar til lengri tíma sé litið, þá finnum við og bregðumst öll við á svipaðan hátt þegar við stöndum framrni fyrir dauðanum og því að deyja. M.ö.o., reynsla eins og NDR og sýnir við dánarbeði eru mjög svipaðar. Þær eru innbyggð viðbragðamynstur sem koma okkur til hjálpar þegar við stöndum frammi fyrir áfalli yfirvofandi dauða okkar. Endurteknar tegundir huglægra mynda sem skráðar hafa verið við slíka reynslu, svo sem að sjá látna ástvini okkar, stórkostlegt landslag, trúar- og dulfræðilegar verur, o.s.frv., eru alheimsleg tákn sem tekin eru úr undirmeðvitund okkar. Þau sjá okkur fyrir fullkominni sálrænni vernd gegn þeirri yfirstandandi aðstöðu sem yfirþyrmir okkur ógnandi. Nokkrir nemendur í NDR halda að þessi skýring geti líka útskýrt tilfelli eins og þau sem skráð voru af dr. Sabom og Kimberly Clark. Þeir stinga upp á að mann- eskjan sem er að upplifa nær-dauða-reynslu eða sýn við dánarbeð, kunni að vera að nota dulræna skynjun til þess að styrkja upplifunina og gefa henni aukinn trúverðug- leika. Svo að þrátt fyrir mikilvægi NDR fyrir framlífs- MORGUNN 27

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.