Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Page 30

Morgunn - 01.12.1997, Page 30
Sannanir fyrír lífi eflir dauðann rannsóknir, þá eru vísindamenn í vonlausri sjálfheldu varðandi eðli hennar og meiningu. Framlífsrannsóknir sem framkvæmdar eru með lifandi fólki geta ekki leitt okkur lengra. Margt fólk mun halda áfram að yfirgefa líkami sína og fólk við þröskuld dauðans mun halda áfram að skýra frá sýnum ífá heiminum fyrir handan. En ekkert þessara fyrirbæra mun raunverulega segja okkur hvað, - ef þá nokkuð,- mun eiga sér stað efitir kláran líf-fræðilegan dauða líkamans. NDR og SVD, auk annarra skyldra fyrirbæra, eru mikilvæg við framlífsrannsóknir á sama hátt og fýrirbæri dulsálarfræðinnar eru almennt mikilvæg. Þau sýna að það eru til einhverjir þættir innan hugans sem vísindi og sálarfræði geta ekki útskýrt... a.m.k. ekki á beinan lífeðlisfræðilegan hátt. Því miður er engin leið til þess að vita hvort þessir þættir hugans lifa raunverulega af dauðann eða hvort þeir bara „deyja“ með líffræðilegri eyðingu líkamans. Svo, ef að rannsóknir á meðal lifenda geta ekki veitt okkur beinharðar sannanir fyrir framlífi, hvar erum við þá stödd í þessum málum? Við erum enn stödd við þau fyrirbæri sem vöktu áhuga fyrstu dulrænu rannsókna- mannanna fyrir nær 100 árum síðan: Tilfelli, sem benda til beins sambands við hina látnu. Framhald. Þýð. : G.B. 28 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.