Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Page 40

Morgunn - 01.12.1997, Page 40
Hugsanaflulningur heim. Það var nœstum að ég gæti heyrt son okkar hrópa „mamma, mamma." Maðurinn minn varð pirraður og reyndi að sannfæra mig um að þetta vœri ímyndunin, sem væri að hlaupa með mig í gönur. En þó honum þætti það fáránlegt þá samþykkti hann samt að fórna leikhús- miðunum og fá flutta nokkra bíla frá á bílastœðinu svo við gœtum haldið heim á leið. Bílferðin var hrein martröð fyrir mig; ég gat ekki setið kyrr, þrátt fyrir allan flýtinn, svo óþolinmóð var ég. Ég stökk út áður en bíllinn var stoppaður fyrir framan litla bændabýlið okkar, sem stóð alveg eitt og sér mitt í túnökrunum. Ég mœtti óttasleginni heimilishjálpinni í dyrunum, hún stóö þar alblóðug án þess að geta mælt orð af munni. Hún hné niður en ég hrinti henni fruntalega til hliðar og þaut upp stigann og inn til sonar míns, sem lá þar næstum meðvitundarlaus og alblóðugur. Við vorum ekki með síma þá, svo maðurinn minn varð að fara 4 kílómetra til þess að sœkja lœkni. Mig grunaði ekki hvaðan blóðið kom fyrr en ég gat spennt upp munn drengsins og mundi skyndilega eftir því að hann hafði misst tönn þá fýrr um daginn. Læknirinn sagði að hefði hann komið einungis fáeinum mínútum síðar, þá hefði hann ekkert getað gert honum til hjálpar, svo mikið blóð hafði hann misst. Það hafði ekkert blætt fyrr um daginn og hann lá heilbrigður ogfrískur í Ijúfasta svefni, þegar viðfórum. “ Þýð.: G.B. 38 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.