Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 68

Morgunn - 01.12.1997, Side 68
Ljósverur: englar eóa anclar? unar voru transmiðlar aðal áhugaefni Qölmiðla fyrir 10 árum síðan. Það leið varla sá dagur að um A. þá birtist ekki grein í einhverju stærri dagblað- anna, heimildamynd eða sýning í sjónvarpi. Það sama átti við um kvikmyndaiðnaðinn. Hollywood framleiddi ýmis konar bombur um efnið, með myndirnar Ghost og Always í fyrsta sæti vinsælda í margar vikur. Nýjasta bomban í dag er myndin Michael, englasaga með John Travolta í aðalhlutverki. í sjónvarpi er nýjasti smellurinn Touched by an angel. Jafnvel Life Magazine fylgdi í kjölfar Newsweek og Time og birti nýlega for- síðugreinar um nýjar vinsældir engla og dásamleg áhrif þeirra á líf venjulegs fólks. „Englar standa fyrir persónulega umhyggju Guðs fyrir sérhverju okkar,“ segir séra Andrew Greeley sagnfræð- irithöfundur. Reyndar sést af mörgum frásögnum að nær- vera þeirra endurvekur hjá fólki loga vonar og með blíðlyndi sínu virðast þeir endurnýja tengsl okkar við guðdóminn. Auk þess skapa englar öruggan stað þar sem fólk getur tjáð reynslu sína og talað um andlega leit án þess að setja sig í guðfræðilegar stellingar. Og það sem enn betra er, þá svífa þeir ofar trúarbrögðum og trúflokkum. Þeir laða alla að sér, vekja forvitni flestra og er trúað af fólki úr öllum trúflokkum. Skoðað frá öðru sjónarhorni, þá er fyrirbærið alveg sérstakt ef við lítum á engla bara sem guðlegar verur, sem hafi þann eina tilgang að vera milliliðir og boðendur Guðs vilja. Sem aðskildir og einstakir kraftar í „sköpuðum“ al- heimi, mundi milliganga þeirra þannig vera dásamleg boðun. Ef við, á hinn bóginn, samþykkjum þá forsendu að þeir séu, líkt og við, hlekkir í alheimskeðju lífsins, þá verður 66 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.