Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Page 69

Morgunn - 01.12.1997, Page 69
Ljósverur: englar eða andar? auðveldara að útskýra athafnir þeirra. „Nei, þeir mynda ekki sérstaka tegund ólíka öðrum anda- verum,“ skrifar Allan Kardec. „Þeir eru andar, sem hafa hreins- að sig af öllum vanköntum og náð hæðsta stigi þróunarskal- ans.“ Sem slíkra ber nærvera þeirra með sér mikla útgeislun, ein- hvers konar sérstaka birtu, ein- kennandi fyrir stöðu þeirra. Englar eru, eftir því sem Allan Kardec segir, efsti hluti þróun- arstigans. Sá stigi hefur óteljandi fjölda af þrepum, úr hellinum og upp á svið engla. Birta ljóss þeirra er það sem greinir þá frá hverjum öðrum. Túlkun skynjunaratvika er ekki laus við utanaðkomandi áhrif eða jafnvel fordóma og væntingar fyrirfram. „Ég hef oft verið kallaður engill,“ segir Silfur-Birkir, ljósvera, sem talaði í gegnum Maurice Barbanel, frægan enskan miðil. „Oft þegar fólk sér birtu okkar,“ bætir Silfur-Birkir við, „þá verður það gagntekið og bregst við samkvæmt trúarskoðunum sínum.“ Þessi staðreynd er augljós í eftirfarandi tilvitnunum úr bókinni „Umvafin ljósinu,“ metsölubók, sem var sölu- hæst í meira en 20 vikur: Bls. 31: „...Ég er dáin, “ hugsaði ég. En áður en ég gat hreyft mig, hirtust skyndilega þrír menn við hliðina á mér... Þeir virtust vera u.þ.b. 70 eða 80 ára gamlir. Þeir MORGUNN 67

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.