Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 81

Morgunn - 01.12.1997, Side 81
Afangaskýrsla rannsóknanefndar SRFI þeim tekist að þekkja látið fólk, eins og það leit út á sínum yngri árum, t.d. með meira og dekkra hár en þegar það lést. Báðar þessar tilraunir, þ.e. Spiricom og Vidicom, eins og myndatilraunirnar eru nefndar, byggjast að sjálfsögðu verulega á aðstoð miðils og fólks að handan. Er rannsóknanefndin nú að heija undirbúning að því að reyna að endurtaka þessar tilraunir hér og þá helst varð- andi myndirnar. Felst sá unirbúningur m.a. í því að komast í samband við góðan miðil og koma upp, ef mögulegt er, samstarfsfólki fyrir handan. Teljum við þann möguleika orðinn nokkuð raunhæfan og er gaman að geta greint frá því að nefndinni hefur borist jákvætt svar í gegnum miðil varðandi hugsanlegt samstarf hér að lútandi frá mönnum er nú lifa handan landamæra okkar heims. Ekki er þó alveg ljóst ennþá hvenær það samstarf og samband getur hafist formlega, þar sem umræddur miðill mun þarfnast frekari þjálfunar, m.a. til þess að fleiri aðilar en hans aðal leiðbeinandi geti starfað í gegnum hann. Sú þjálfun er þegar í gangi og vafalaust er hún hugsuð til fleiri verka miðilsins sjálfs en eingöngu þess sem hér um ræðir. Við vonum að sjálfsögðu að umrætt samstarf geti hafist hið fyrsta, en hér dugir auðvitað ekki að sýna óþolinmæði, þessi atriði verða og munu hafa sinn tíma og gang. Tæpast er vafi á að þetta verkefni er með þeim merkari sem nefndin undirbýr nú um stundir, og teljum við að ýmislegt fleira markvert geti leitt af slíku samstarfi yfir landamærin, í þá veru sem nefndin starfar. (Aths. við endurskrán. í apríl 1997: Unnið var að tækja- tilraunum veturinn 1989-1990, með merkjanlegum árangri í öflun EVP-radda. Að þeini tilraunum stóðu nýir aðilar ásamt undirrituðum, þar sem upprunalega nefndin náði ekki að lieQa starfsemi aftur. Myndatilraunir skiluðu MORGUNN 79

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.