Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Page 89

Morgunn - 01.12.1997, Page 89
Áfangaskýrsla rannsóknanefndar SRFI sem lengst. Reynslan hlýtur að vera eitt það mikilvægasta í slíku starfi, mönnum er ekki alltaf ljóst kannski, við hvað er að fást í einstökum tilfellum og því oft fullrar aðgæslu þörf. Má í því sambandi geta þess að okkur barst eitt sinn, í tengslum við verkefni, sem við þá vorum að leggja fyrstu drög að, aðvörun að handan um, að ef ekki væri rétt og gætilega að farið, þá gæturn við nefndarmenn orðið illa úti. Dæmið um snjóboltann, sem hleður utan á sig, á við um þessi störf sem og önnur. Reynslan, sem meðlimir rannsóknanefndarinnar fá í þessu starfi, ávöxtur þess og niðurstöður, verða markvissari og vonandi árangursríkari, eftir því sem á líður. Ég vil að lokum þakka samstarfsmönnum mínum í nefndinni kærlega fyrir frábært samstarf á þessu fyrsta starfsári hennar. Það er fullljóst, að hefðu þessir öðlingar ekki komið til starfa i þessari nefnd og sýnt þann rnikla starfsvilja og það jákvæða hugarfar, sem þeir svo sannarlega gerðu og gera, þrátt fyrir mikið annríki á öðrum vígstöðvum, þá hefði árangur og afköst nefnd- arinnar orðið öllu minni. MORGUNN 87

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.