Viðar - 01.01.1938, Síða 26
24
AÐ SJÁ TIL LANDS
[Viðar
þjóðir með því, að verja óhemju tíma til að festa í sjón
og minni réttar orðmyndir. Þær hafa því orðalista, er smá-
þyngjast, sem börnin læra smátt og smátt. Og ekki er
hætt við neinn lista, fyrr en hvert orð er rétt stafsett, og
fest þannig í minni. Og svo er málfræðin tekin í þjónust-
una til skilningsauka, eftir því sem við á.
Hjálparbækur, t. d. Svía og Norðmanna, í þessu efni
eru margar og miklar, og allt þeirra réttritunarnám fer
fram í skólunum eftir föstu skipulagi, enda hafa þeir náð
góðum árangri. Og það er svo sem auðvitað mál, að
svipað fyrirkomulag verður hér að taka upp, ef við eig-
um að vænta sæmilegs árangurs. Mun nú ein slík hjálp-
arbók vera í smíðum hjá okkur, og má því vænta skipu-
legri og skynsamlegri vinnubragða við réttritunarnámið,
þegar hún kemur til notkunar.
Það er svo augljóst mál, að það sem barnaskólarnir eiga
að leggja höfuðáherzluna á, er móðurmálið, reikningur,
líkamsrækt og svo að hjálpa til að leggja grundvöll hinnar
kristnu siðmenningar. Allt annað nám á að vera sem
aukaatriði hjá þessu, þótt margt sé þar gott og nauðsyn-
legt. Og móðurmálsnámið á að vera þyngst á metunum.
Það er sá jarðvegur, ef svo má segja, sem hinar ungu líf-
verur eiga fyrst og fremst að gróðursetjast í. Á þessu
mun skilningur smátt og smátt aukast, bæði hjá heimil-
um og skólum, og stefnir þá í rétta átt, — til lands.
Fyrir nokkrum árum sagði einn skólafrömuður okkar
við mig, að sá væri munur á málefnum barnafræðsl-
unnar og ungmennafræðslunnar hjá okkur, að framhalds-
skólarnir sæju í land, en barnaskólarnir ekki. Átti það að
skiljast þannig, að framhaldsmenntunin hefði fengið sitt
ákjósanlega form, og þeir skólar, er að henni vinna, væru
á öruggri og skerjalausri leið í örugga höfn, en barnaskól-
arnir á stefnulausu reki, án nokkurs lands fyrir stafni.
Ég efaði þá og efa enn, að slík fullyrðing sé á rökum
reist. Það myndi meira að segja nær sanni sú fullyrðing,
að hvergi sæi enn í land í skólakerfi okkar og menning-