Viðar - 01.01.1938, Side 38
36 VERKNÁMIÐ VIÐ HÉRAÐSSKÓLANA [Viðar
það ljóst, að því fjölbreyttara sem námið verður, þvi
meiri húsakosts og kennaraliðs krefst það, þó að nem-
endafjöldi sé óbreyttur, þá vænta þeir þess, að löggjaf-
arnir, um leið og þeir láta að kröfum almennings um að
•eggja auknar skyldur á héraðsskólana, geri þeim fjár-
hagslega kleyft að fullnægja þeim skyldum.
En þó fyrir þessari hlið verði séð er önnur eftir — sú,
hvernig aukið verði verklegt nám, svo nokkru nemi, án
þess að fella niður aðrar greinir, sem engu síður eru
nauðsynlegar. í héraðsskólunum mun dagskráin fuhskip-
uð frá 7—8 að morgni til 9 að kveldi, og þó venjulega
eitthvað af ákveðnum tímum eftir það. Á þetta er naum-
ast bætandi, bn ef til vill líta sumir svo á, að sleppa megi,
að skaðlausu, einhverju af því, sem á þessari dagskrá
stendur.
Þeim, sem svo hugsa, vi> ég strax benda á það, að frá
upphaji var starf héraðsskólanna hugsað tvíþætt. Ann-
arsvegar að veita æskulýðnum almennt uppeldi, sem hon-
um mætti að gagni verða, hvaða starf sem hann síðar
tækist á hendur, og hinsvegar, að það gæti verið Undir-
búningur undir framhaldsnám í öðrum skólum.
Það er nú að vísu svo, að oft heyrast þær raddir, sem
áfella héraðsskólana fyrir það, að einstakir nemendur það-
an fara, að loknu námi þar, til framhaldsnáms í aðra
skóla. Að áfella þá fyrir slíkt, að órannsökuðu máli, er í
senn ósanngjarnt og barnalegt. Svo að segja allur æsku-
lýður sveitanna, sem ekki lætur sér nægja barnafræðsl->
una, fer í héraðsskólana, og þar að auki fjölmargir úr
þorpum og kaupstöðum. Að halda því fram, að það sé
ólán fyrir þjóðfélagið, að einhverjir þessara nemenda
haldi áfram námi og taki að sér opinber störf, er því sama
sem slá því föstu, að enginn, sem uppalinn er í sveit,
megi takast slík störf á hendur. Og ég hygg það hvorki
neinn sveitamanna-gorgeir né að hallað sé á þorp og
kaupstaði, þó að ég lýsi því yfir sem minni skoðun, að
sveitamenn þeir, sem að opinberum störfum hafa unnið