Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 71
Viðar]
GIMSTEINADJÁSNIÐ
69
ekki að vera dauði, getur vel verið litverp, björt ham-
ingja, getur verið skærleiki“.
„Ó, getur, getur, getur, — en við erum þó, getum ekki
hætt að vera“.
„Okkur finnst það, en þótt eitthvað í okkur geti ekki
hætt að vera til, þarf það ekki að- vera það, sem sér, það
sem hugsar. Persónuleikinn í takmörkun okkar getur
hætt. Og í því getur verið hamingja“.
„En það ert þú, sem ég vil hitta þar, þú, hvað verður
um þig?“
Hún vildi finna okkur bæði aftur, eins og við hugsuð-
um og fundum til í æsku, að því er okkur dreymdi það, í
gleði og friði, vakna til þess aftur, allt með mýkri um-
merkjum, í hlýrra sólskini, en annars allt svipað því, sem
er. Og hve feginn hefði ég ekki viljað, að hún sofnaði út
frá þessum draumum eins og kóngsdóttir í þyrniskógi
með girðingu úr rósum umhverfis sig, rósum, sem drógu
létt andann eins og hálfopnar varir í svefni, geislandi ljós-
rauðar. Og ég sagði við hana ástarorð. En hún vakti og
bylti sér órólega og spurði aftur: Er þetta morgunroði eða
deyjandi kvöldsól eða eru það fölnandi rósir?
Að lokum tókst það.
Það var um vorið. Hún varð veikari og ég vissi, að leið
að lokum, en það var fyrst um lokin, að það heppnaðist
vel.
Það var ekki það, sem venjulega er kallað vor, það var
mngangur vorsins, það fegursta af vorinu, þegar mörkin
er ennþá frosin og þung og snjórinn er kaldari og þjapp-
aðri en áður, en undrið býr í loftinu, nokkuð, sem er að
vakna, boðun um söng og bjartar nætur. Orð skýra það
ekki, maðu horfir yfir það, það er ef til vill um kvöld,
snjórinn er blár og dimmur og kaldar stjörnurnar leiftra
eins og ávallt; en það titrar eitthvað í ljósvakanum, hljóm-
ar> færir fögnuð og lyftir manni til flugs. Þetta er í lit-
brigðunum, þegar skýin virðast bærast, — ef til vill að-