Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 80
78 TRÚIN Á MANNINN [Viöar
grundvallaðir draumarnir um friðarríkið, sælulandið,
guðsríkið, þar sem allir séu góðir, allir séu farsælir, öll-
um líði vel. Og í þeim krafti, sem trúin á manninn gefur,
hafa vestrænar þjóðir unnið það afrek að færa þetta ríki
drauma sinna til jarðarinnar. Ágætustu menn þeirra hafa
unnið að því að stofnsetja slíkt ríki á jörðu hér. Það ei
orðið ágætasta stefnumið vestrænnar menningar að gera
jarðríki að guðsríki. Það er óþrotlegt verkefni, sem þar
liggur fyrir, að gera allar þjóðir að lærisveinum kærleik-
ans og réttlætisins.
Það er annars alveg sama, þó að við snúum okkur að
austrænni speki og þeirri haminguleit, sem á henni bygg-
ist. Hið indverska dýrðarástand algleymisins byggist eins,
og engu síður, á þjálfun og þroska manna, þó að þar sé
mest rækt lögð við aðrar hliðar. Um þetta þarf ekki að
eyða fleiri orðum. Hvort við ræðum það lengur eða skem-
ur, er það víst, að leitin að hamingjunni og þráin eftir
henni er samgróin trúnni á manninn. Trúin á manninn
gefur þrek og bjartsýni í hamingjuleitinni, hver sem lífs-
skoðunin er. Hún er hafin yfir allar tízkur, heimspeki-
greinar og ólík lífsviðhorf. Hvar sem stefnt er til meiri
þroska á hvaða sviði, sem er, þá er trúin á manninn nauð-
synleg. Það er hún, sem fyllir hugina sigurvon og bar-
áttuþori. Án hennar eru allar leiðir ófærar.
Okkur er nauðsynlegt að bera í brjósti trú á manninn,
vegna þess, að hún elur af sér fylgi við farsælustu stefn-
ur. Trúin á manninn er skilningur og viðurkenning á
hæfileikum og vaxtarmætti manneðlisins. Því spretta upp
hennar vegna þær menningarstefnur, sem vilja ná til
allra með þroska og hamingju. Það er hún, sem hvetur
hugsjónamanninn stöðugt að gera allar þjóðir að læri-
sveinum. Vegna hennar eru viðurkenndir hæfileikar al-
þýðunnar til menningarlífs. Vegna hennar eru bornar
fram kröfurnar um jafnari lífsskilyrði og lífskjör. Vegna
hennar er frelsisstríð fólksins háð, út á við og inn á við.
Það vill líka svo vel til, að þetta er það eina, sem mið-