Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 82
80
TRÚIN Á MANNINN
[Viðar
Hér er þá komið að nauðsyn okkar fyrir menningu
hinna. Á því hvílir lýðræðið, þjóðfrelsið og þjóðargæfan.
Andlegur þroski fólksins, dómgreind og víðsýni eru þeir
hyrningarsteinar, sem allt hvílir á. Án þess er hætt við
oíbeldi einræðis. Án þess er engin dugandi vörn gegn því,
sem kallað er múgbrjálun og skrílæði. Við eigum svo ó-
endanlega mikið undir því, að félagar okkar hafi réttindi,
noti þau og sinni þeim gagnkvæmu skyldum, sem fylgja,
því, að í samfélagi siðaðra manna haldast réttindi og
skyldur í hendur.
Trúin á manninn er nauðsynleg. Án hennar verðum við
óhæf til þess að vinna fyrir velferð þjóðfélags okkar. Við
missum með henni og í henni hreyfiafl viljans.
Mikill hluti af lífi flestra fer til þess að afla sér viður-
væris frá degi til dags. Viðfangsefnin á þeim sviðum eru
oft harla bindandi og fylgir þeim gjarnan töluvert ófrelsi.
En það eru hjáverkin, tómstundirnar, sem bregða skýr-
ustu ljósi yfir það, hvað maðurinn er. Þá hefir hann tíma
og tækifæri til að þjóna lund sinni og lifa eins og hann
langar til. Einn notar tómstundir sínar og skotsilfur til
skemmilegra nautna, sjálfum sér og kynslóð sinni til
skaða og minnkunar. Annar notar þær félögum sínum til
hjálpar við að hrinda fram sameiginlegum áhugamálum.
Þriðji lætur tómstundirnar líða í hóglátum makindum.
Fjórði skapar listaverk. Fimmti gleymir tímanum í fögr-
um og fjörugum leik o. s. frv. Skoðaðu tómstundir þínar
og hjáverk, og þú sérð hver þú ert.
Vegna þess, að trúin á manninn gefur hugsjónir og á-
hugamál, gefur hún líka óþrjótandi verkefni fyrir tóm-
stundirnar. Þeir, sem finna sig eiga óþrjótandi verkefni,
eru gjarnan nýtustu mennirnir. Þeir nota tómstundir sín-
ar vel.
Okkur sortnar fyrir augum þegar við lítum á öll þau
ósköp, sem heimskan og hégóminn hirða af lífi okkar,
tíma og fjármunum. Það eru hryllilega raunaleg hlutföll
milli þess, sem helgað er hugsjónum og hins, sem á er