Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 85
Viðar]
ÞRÍR STÍLAR
83
að lifa sig inn í það efni, sem hann fer með. Hann hefir
þá að miklu leyti í hendi sér, og getur að nokkru mótað
þá eftir sínu höfði, eins og smiðurinn gerir við járnið.
Jafnvel þeir, sem þykjast vera vígbúnir móti öllum áhrif-
um, fara að efast um það, sem þeir töldu áður, að væri
óhrekjandi sannleikur. Oft hefir ræðumaðurinn talað í
þeim tilgangi, að fá hjálp til að koma í framkvæmd ein-
hverju málefni. Hvort það tekst, fer að miklu leyti eftir
því, hvort hann hefir hæfileika til að nota sér þau áhrif,
sem orð hans hafa haft. Eigi hann þá, reynir hann sem
fyrst, að koma máli sínu fram. Aheyrendurnir eru þá
fullir af eldmóði fyrir málefninu, sem hann hefir borið
fram, og þrá að flýta fyrir framgangi þess. Að litlum tíma
liðnum fara áhrifin oft að dofna. Ymsum mótbárum fer
þá að skjóta upp í hugum manna, þeir verða tómlátir um
þessi mál, og finnst ef til vill allt bezt eins og það var áð-
ur. Framkvæmd margra góðra málefna í heiminum, er að
þakka mönnum, sem hafa átt þessa hæfileika. Sama máli
gegnir auðvitað með það illa, sem gert hefir verið. Mörg
illvirki hafa verið unnin fyrir áhrif máttugra orða. Þeir
menn, sem hafa átt þau, hafa fengið aðra til að vinna
verkin með sér, án þess að þeir, sem unnu þau, gerðu sér
verulega grein fyrir því, sem þeir voru að gera. Þessi
málsháttur getur átt víðar við. Það er sagt, að sál barna
og unglinga sé heitust, og næmust fyrir áhrifum. Þegar
kemur fram á fullorðinsárin harðna menn og verða
óþjálli. Eigi mennirnir að verða góðir og fullkomnir, er
um að gera að æskumaðurinn verði fyrir sem beztum
áhrifum og að reynt sé að móta og laga hans innri mann,
á meðan hann er heitur og óharðnaður. Með því móti
gætu fleiri orðið að góðum og þrekmiklum mönnum, sem
hefðu staðfestu til að bera fram til sigurs hvert gott og
þarft málefni.