Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 101
Viðar]
RÖDD ÚR DJÚPINU
99
æðum mínum um aldaraðir. Mínum! Hugleiðið, að ég hefi
ávallt sætt mig við hið lítilmótlegasta hlutskipti í þessum
heimi. Þetta er minn þrælaarfur, og það er ægilegur arf-
ur. Hann hefir beygt vilja minn, og ég hefi orðið að ráfa
eins og beiningamaður fyrir utan dyr allrar æðri mennt-
unar. Ég hefi aldrei fengið í mig nógan kraft til þess að
troða mér inn fyrir. Og ég spurði sjálfan mig undrandi,
hversvegna ég hefði aldrei heimtað það, hversvegna ég
hefði ekki neytt bróður minn, sem er í háskólanum til
þess að takast á hendur starf mitt í verksmiðjunni þrjá
daga í viku, svo að ég fengi tækifæri til þess að stunda
nám. Ég mundi sannarlega vinna með gleði þrjá daga í
viku.
Ég hefi ekki krafizt þess.... hefi ekki heldur krafizt
nokkurs skapaðs hlutar annars, sem minna er um vert.
Ég hefi bara unnið, stundum glaður í bragði, stundum
gramur í geði... . unnið og hugsað fullur löngunar um þá
miklu vizku, sem ég mun aldrei læra að meta.
Og allt í einu rann það upp fyrir mér, að ég var að
verða sekur um hið eilífa afbrot þrælanna gagnvart
óbornum kynslóðum. Þrælablóðið streymir gegnum líf
mitt og gengur að erfðum til þeirra, sem á eftir mér
koma. Og ég hefi ekkert gert til þess að hreinsa það,
göfga það, gera það að blóði frjáls manns.
Hversu ógeðsleg tilfinning! Hvílíkur dómur! Ég flúði
undan honum, flúði úr fyrirlestrasalnum út í myrkrið á
götunni. Og á því kvöldi lagði ég lífsskoðun mína í rústir
°g byggði haria upp á ný.
í slíku hugarástandi hitti ég Hákan Puro.
Ég var kominn niður að sjó, án þess að ég gerði méi
grein fyrir, hvert ég fór. En ég varð að sjá hafið. Það var
ennþá ísi lagt, en fagurbláar rákir klufu grugggrátt yfir-
borðið. Og allt í einu heyrði ég í eimpípu fyrsta vorskips-
ins í ljósbláu kvöldhúminu. Ég rankaði við mér, beindi
sjónum mínum þangað, sá skriðljósið í fjarska og mjóa
reyksúlu, sem myndaði dökka rák á himinhvolfinu.
7 ***