Viðar - 01.01.1938, Síða 139
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
137
Skólinn starfaði frá 15. okt. til 13. apríl. Málfundafélagið var end-
urreist skömmu eftir skólabyrjun. Meðlimir þess voru alls 106 og
liafa þeir ekki verið svo margir fyr. Stjórn fél. skipuðu, auk undirrit-
aðs: Óskar Þórðarson, Bragi Magnússon og Einar Kristjánsson rit-
stjórar, hálfan veturinn hvor.
Fél. starfaði með sama hætti og áður. Fundir voru haldnir á hálfs-
mánaðar fresti eða alls 12. Umræðuefni voru fjölbreytt og umræður
oft fjörugar og skemmtilegar. Þó má segja, að yfirleitt hafi þátttaka
í umræðum verið óalmenn og langt um minni en æskilegt væri. Sér-
staklega á þó þetta við um stúlkurnar.
Fél. gaf út skólablaðið »Mími«, handskrifað eins og að undanförnu,
og var það lesið upp á fundunum. Flutti blaðið kvæði og greinar
eftir nemendur og var margt af því allvel samið.
Skemmtanir voru allmargar í vetur. 6. nóv. var fyrsta skemmtun
vetrarins. Var hún aðallega fyrir heimafólk. Þá var skemmt með
skrautsýningum, söng og upplestri. Auk þess var dans. 1. des. átti
að halda almenna skemmtun, en frá því var horfið. Þó var skemmtun
þann dag fyrir skólafólkið og fólk af bæjunum í kring. Hafði verið
efnt til samkeppni meðal nemenda um að yrkja í tilefni dagsins.
Sendu þrír skólapiltar kvæði, þeir Einar Kristjánsson, Öskar Þórðar-
son og Einar Qunnarsson. Kvæði þessi voru sungin yfir borðum um
kvöldið. Þá var einnig sýndur sjónleikurinn »Bezt eru biskupsráðin«,
auk fleiri skemmtiatriða. 1. febr. var ekki kennt eftir hádegi. Seinnf
partur dagsins var haldinn hátíðlegur með skemmtun innan skólans.
Fór þar fram upplestur, söngur o. fl. Var þetta í tilefni af baráttu-
degi S. B. S. og voru skemmtiatriðin nokkuð sniðin eftir því. 5. febr.
var aðalskemmtun vetrarins. Var hún vel sótt og líkaði vel. Sýndur
var sjónleikurinn »BrjáIsemi og ást«. Þá voru og fluttar ræður, sung-
ið, sýnd leikfimi og sund o. fl.
í marz héldu eldri-deildar piltar skemmtun fyrir skólafólkið. Þá
var sýndur sjónleikurinn »Hjónaband og buxnaleysk eftir Þorstein
Jósepsson. Þá var og sungið, sýnd leikfimi o. fl.
Ferðalög. Það hefir verið venja, að nemendur og kennarar í Reyk-
holti færu í eitt aðalferðalag á vetri hverjum. Hefir verið farið t. d.
í Surtshelli. í vetur varð samkomulag um að ganga á Hafnarfjall.
Ætluðu Hvanneyringar að slást í förina. Lagt var af stað í þessa
för miðvikudaginn 3. nóv. í 5 bílum. Var gert ráð fyrir að fara í
bílunum suður á Seleyri og ganga svo þaðan á fjallið. Þegar ofan í
fjörðinn kom, fór að þykkna í lofti og gera skúrir. Versnaði veðrið
svo, að hætta varð við að fara lengra en að Hvanneyri. Var þar
slegið upp »balli« og dansað, þar til orðið var áliðið dags. Þá fór
flokkurinn í Borgarnes og skoðaði m, a. Mjólkursamlagið. Forstjór-