Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 140
138
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
inn sýndi húsið og vélarnar og útskýrði til hvers þær væru notaðar,
liver um sig. Síðan var haldið heimleiðis.
Hvanneyrarför 12. febr. Hvanneyringar og Reyhyltingar hafa þann
sið að bjóða hvorir öðrum heim til skiptis (sitt árð hvorir). í vetur
buðu Hvanneyringar og fóru Reykhyltingar þangað 12. febr. Varð
för sú hin bezta, enda var veður mjög ákjósanlegt. Lögðu Hvann-
eyringar mikið á sig til að greiða fyrir ferðalagi okkar Reykhyltinga
og gera okkur ferðina sem allra skemmtilegasta. AL a. mokuðu þeir
snjó af veginum ofan að Hvanneyri, svo að hægt væri að komast
alla leið í bílum. Tóku þeir á móti okkur með söng á Idaðinu hjá
íbúðarhúsi skólastjóra. Nokkru eftir, að menn höfðu þegið veitingar
og jafnað sig eftir ferðina, var farið út á fótboltavöll og þar þreytt
knattspyrna. Hefir hún jafnan verið fastur liður á þessum skólamót-
um. Hafa Hvanneyringar alltaf unnið knattspyrnuna þar til í vetur,
að Reykhyltingar unnu með 3 : 2. Um kvöldið var sameiginlegt borð-
hald. Voru þar fluttar allmargar ræður. Síðar um kvöldið var svo
skemmtun í leikfimishúsinu. Var þar sýndur sjónleikur, Karlakór
Hvanneyringa og tvöfaldur kvartett þaðan sungu til skiptis. Magnús
læknir Ágústsson á Kleppjárnsreykjum söng tvö kvæði, sem nem-
endur í Reykholti, Einar Kristjánsson og óskar Þórðarson, höfðu
ort til Hvanneyringa. Síðan var dansað til morguns.
Það var nýmæli í sambandi við þessar skólaheimsóknir, að einn
nemandi á Hvanneyri, Baldur Kristjánsson, bauð Reykhyltingum í
skák. Tefldi hann einn við tíu. Fóru leikar svo, að hann vann 6 en
tapaði 4. Voru Reykhyltingar lítt við þessu búnir, þar sem taflfélag-
ið starfaði ekkert s.l. vetur.
I skilnaðar-borðhaldi minntist Guðmundur Jónsson, kennari á
Hvanneyri, tveggja látinna manna, sem starfað höfðu við skólann.
Voru það þeir Halldór Vilhjálmsson fyrrv. skólastjóri og Þórir Guð-
mundsson kennari. Minntust menn þeirra með því að rísa úr sætum
sínum.
Reykhyltingum bar saman um það, að móttökur Hvanneyringa og
allt, sem þeir gerðu fyrir okkur í ferðinni, hafi verið með ágætum
og af miklum höfðingsskap. Það eitt vantaði á, að ferðin yrði eins
og bezt varð á kosið, að skólastjórinn í Reykholti var ekki með í
förinni sökum vanheilsu.
Tvisvar fóru nemendur í smá-gönguferðir. I fyrra skiptið var farið
ofan að Sturlu-Reykjum I Reykholtsdal og refabúið skoðað. Hitt
skiptið var gengið fram á Háls.
Heimsóknir. Allmargir heimsóttu skólann á s.I. vetri. Er það alltaf
mjög skemmtilegt og fróðlegt að njóta heimsóknar góðs gests.
13. nóv. komu um 70 nemendur og kennarar frá Reykjum í Hrúta-
firði í heimsókn að Reykholti. Var koma þeirra og dvöl mjög