Viðar - 01.01.1938, Side 153
Viðar]
FRÉTTIR AF NEMENDUM
151
kennslu sunnanlands. Jón Sv. Jónsson, Sæbóli, býr á föðurleifð sinni,
stjórnar söng í Sæbólskirkju, kvæntur. Jósef Finnbjarnarson frá
Miðdal er málarameistari á ísafirði. Katrín Gísladóttir frá Granda.
Kristbjörg Jónsdóttir frá Hvammi (sjá 1914—’15). Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, Mosvöllum, húsfrú þar. Ragnheiður Magnusdóttir frá
Feigsdal. Sigríður Jðnatansdóttir frá Hóli (sjá 1911—M2).
1921— ’ 22.
Áki Eggertsson frá Kleifum býr á föðurleifð sinni. Ásgeir Kristjáns-
son frá Flateyri er dáinn. Bjarney Gísladóttir, Álftamýri, dvelur í
Englandi. Filippus Gunnlaugsson frá Ósi er starfsmaður við Raf-
tækjav. ríkisins. Hjörtur Hinriksson, Flateyri, er dáinn. Guðlaugur
Rósinkransson frá Tröð lauk kennaraprófi, var í lýðskóla í Svíþjóð,
síðar í hagfræðideild háskólans í Stokkhólmi og lauk þar prófi. Nú
yfirkennari Samvinnuskólans, meðritstjóri Samvinnunnar og ritari i
Islandsdeild Norræna félagsins. Gratiana Sigríður Jörundsdóttir frá
Minna-Garði er húsfrú á Húsavik nyrðra. Ingibjörg Guðmundsdóttir
frá Mýrum er húsfrú á Gemlufalli. Þórðveig Jósefsdóttir frá Suður-
eyri er húsfrú á Vatnsnesi. Kristey Hallbjarnardóttir, Suðureyri (sjá
1920). Kristinn Erlendsson frá Bakka stýrimaður á línuveiðara og
útgerðarmaður, búsettur á Þingeyri, kvæntur. Lárus Guðmundsson,
Bakka Arnarfirði er heirna, stundar sjóróðra. Matthías Guðmundsson
fá Villingadal flutti til Rvíkur, stundar sjómennsku. Páll Jónsson frá
Efrihúsum er skipstjóri og útgerðarm. á Þingeyri, kvæntur. Katrín
Jörundsdóttir frá Núpi (sjá 1919—’20). Ragnar Jakobsson Flateyri,
er útgerðarm. þar. Sveinína Magnúsdóttir frá Feigsdal. Þuríður
Hallbjarnardóttir frá Suðureyri er gift syðra.
1922— '23.
Arnór Jónsson frá Hlíðarhúsum stundar sjómennsku við Djúpið,
giftur. Áslaug Sveinsdóttir frá Hvilft ('sjá 1909—MO). Finnbogi Rafn
Sveinbjarnarson frá Björgum er á Bíldudal. Finnbogi Lárusson,
Hvammi, býr heima, kvæntur. Halldóra Guðmundsdóttir Mosvöllum
hefir starfað í Reykjavík. Jón Þorbjarnarson, Flateyri, formaður og
útgerðarmaður þar, kvæntur. Jónína Jósefsdóttir frá Suðureyri er
húsfreyja í Rvík. Jón Guðmundsson, Haukadal, er sjómaður, búsettur
i Haukadal, kvæntur. Lára Friðriksdóttir frá Flateyri. María Guð-
mundsdóttir frá Villingadal fór til Rvíkur. Sigurður Jónsson frá
Sveinshúsum lærði húsasmíðar og stundar þá iðn syðra. Stefán Þor-
kelsson frá Þúfum er búsettur í Rvík, kvæntur. Stefán Guðmundsson
frá Görðum dó ungur. Skúli Pálsson frá Kirkjubóli stofnaði færa-
gerð og hafði útgerð um tíma, búsettur í Rvík. Sólveig ólafsdóttir,
Strandseljum, er bústýra á Isafirði, Þorbjörn Jónsson, Melgraseyri,