Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 eingöngu skemmtun heldra fólks. Þrátt fyrir þrengingar hyggst Metropolitan ekki slá af listrænum kröfum næsta vetur en meðal stjórn- enda sem koma munu fram í húsinu verður Riccardo Muti, sem tók við starfi aðalstjórnanda Sinfón- íuhljómsveitar Chicago-borgar á síð- asta ári. Meðal annarra góðra gesta má nefna hina rómuðu sópransöngkonu Renée Fleming, sem syngja mun í Armidu eftir Rossini, óperu sem sárasjaldan er sett á svið. Fer Flem- ing þar með hlutverk seiðkonu sem hrífur karlmenn upp úr skónum. Tenórsöngvarinn gamalreyndi, Plácido Domingo, snýr líka aftur í Simon Boccanegra eftir Verdi, og Gelb fagnar komu hans sérstaklega. „Meðan hann heldur áfram að syngja af þessum krafti á hann erindi upp á svið,“ segir hann en Domingo er orð- inn 68 ára gamall. Meðal leikstjóra sem heiðra munu Metropolitan með nærveru sinni á komandi vetri eru Richard Eyre og Bartlett Sher og meðal leikmyndahönnuða verða svissnesku arkitektarnir Jacques Herzog og Pierre de Meuron sem hönnuðu leikvanginn fyrir ólympíu- leikana í Peking á síðasta ári. „Ein af helstu áskorunum óp- erunnar er í því fólgin að dagskráin er ákveðin með löngum fyrirvara. Síðan reynir á að laga hana að fjár- hagsrammanum hverju sinni,“ segir Gelb, hvergi banginn. Listrænn stjórnandi Metropolitan er sem fyrr James Levine. Reuters Reuters Enn að Plácido Domingo hefur engu gleymt enda þótt hann sé orðinn 68 ára. Grunnur hefur verið lagður að nýjum banka – nú heitum við Íslandsbanki Íslenskt samfélag stendur á krossgötum. Þær aðstæður sem heimili og fyrirtæki standa frammi fyrir kalla á breyttar áherslur í bankastarfsemi. Sjaldan hefur verið mikilvægara að styrkja stöðu fjölskyldna í landinu, efla atvinnulíf og stuðla að nýsköpun. Íslandsbanki ætlar sér veigamikið hlutverk í þessum efnum. Nýr banki verður ekki til á einni nóttu Það er krafa viðskiptavina og starfsmanna að bankinn sýni ráðdeild og hagsýni við nafnabreytinguna sem verður lágstemmd og mun eiga sér stað í nokkrum áföngum. Nafnabreytingin er ekki endapunktur heldur mikilvægur áfangi í því stefnumótunar- starfi sem unnið hefur verið á undanförnum mánuðum. Allir starfsmenn komu að mótun nýrrar stefnu Íslandsbanka og með henni vonast starfsfólk eftir því að endurheimta það traust sem glatast hefur. Við hlustum Við höfum kallað eftir ábendingum viðskiptavina í útibúum og á heimasíðu bankans og hafa þær nýst okkur vel í mótun skýrrar stefnu. Við leggjum kapp á að hlusta eftir skoðunum og ábendingum viðskiptavina svo Íslandsbanki geti orðið betri banki; banki sem skilur þarfir viðskiptavina og kemur til móts við þær. Saman byggjum við öflugan banka Íslandsbanki er banki sem býður alhliða bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki með hagsmuni viðskiptavina og samfélagsins að leiðarljósi. Með öflugri liðsheild og ábyrgum og hagkvæmum rekstri styrkjum við grunnstoðir bankans. Íslandsbanki leggur umfram allt áherslu á að vera banki í fararbroddi með framúrskarandi þjónustu. Komdu í næsta útibú eða farðu á islandsbanki.is og kynntu þér breytingarnar. Starfsfólk Íslandsbanka Systkinin Hans og SophieScholl og vinur þeirra, Chri-stoph Probst, voru dæmdfyrir landráð á þessum degi fyrir 66 árum. Síðar sama dag voru þau hálshöggvin fyrir glæpi sína. Fleiri félagar þeirra hlutu síðar sömu örlög og annarra beið fangels- isvist. Hvíta rósin, hópur and- spyrnufólks innan háskólans í Münc- hen, hafði verið upprætt. Árið 1941 las Hans Scholl predik- un eftir August von Galen biskup, sem var harður gagnrýnandi stjórn- ar nasista í Þýskalandi. Systir Hans, Sophie, fékk leyfi til að fjölrita pre- dikunina og dreifði henni meðal nemenda í háskólanum. Í kjölfarið fengu þau fleiri nemendur til liðs við sig, þar á meðal áðurnefndan Probst, en kjarni Hvítu rósarinnar var hóp- ur níu nemenda, auk þess sem heim- spekiprófessor þeirra, Kurt Huber, tók virkan þátt í starfinu. Hvíta rósin fjölritaði bréf, sem fé- lagar hópsins reyndu að dreifa sem víðast. Í fyrsta dreifiritinu sagði: „Er það ekki rétt að hver einasti heiðarlegur Þjóðverji skammast sín núna fyrir ríkisstjórn sína? Getur eitthvert okkar gert sér í hugarlund þá skömm sem mun leggjast á okkur og börn okkar þegar hulan fellur frá andlitum okkar og hinir hræðilegu glæpir verða dregnir fram í dags- ljósið, glæpir sem eru meiri en nokk- urt mannlegt viðmið þekkir?“ Það var ekki að undra að dreifi- ritin færu fyrir brjóstið á nasistum. Frá júní 1942 til febrúar 1943 skrifuðu félagar Hvítu rósarinnar sex dreifibréf, þar sem þýska þjóðin var hvött til andspyrnu gegn kúgun og harðstjórn nasista. 18. febrúar 1943 fóru Scholl- systkinin í háskólann með fulla ferðatösku af dreifibréfum. Þau flýttu sér að setja stafla af þeim við dyr allra fyrirlestrasala, þar sem stúdentar myndu finna þau að lokn- um fyrirlestrum. Þegar þau voru á leið út sáu þau að nokkur bréf voru eftir, sneru við og Sophie kastaði þeim fram af svölum forsalar há- skólabyggingarinnar. Þessi hvatvísi kostaði þau lífið, því húsvörður há- skólans sá til systkinanna og kallaði á leynilögregluna, Gestapo. Syst- kinin voru handtekin sama dag, sem og nánustu samstarfsmenn þeirra. Réttarhöld yfir systkinunum og Probst fóru fram 22. febrúar. Þau létu engan bilbug á sér finna og Sop- hie sagði við dómarann: „Þú veist jafn vel og við að stríðið er tapað. Hvers vegna ertu svo huglaus að vilja ekki viðurkenna það?“ Dómarinn þurfti ekki langan um- hugsunarfrest, hann dæmdi föð- urlandssvikarana þrjá til dauða og þau voru leidd undir fallöxina síð- degis sama dag. Hvíta rósin átti þó enn eftir að láta að sér kveða. Síðasta dreifiritið barst í hendur bandamanna, sem fjölföld- uðu það í mörgum milljónum eintaka og vörpuðu þeim yfir Þýskaland úr flugvélum. Félagar Hvítu rósarinnar öðl- uðust mikla frægð eftir stríðið og eru táknmyndir andspyrnu borgara við ógnarstjórn nasista. Þegar áhorf- endur þýskrar sjónvarpsstöðvar völdu merkustu Þjóðverja allra tíma árið 2003 urðu Scholl-systkinin í fjórða sæti, á undan Bach, Goethe, Gutenberg, Willy Brandt, Bismarck og Albert Einstein. Stuttu áður hafði víðlesið tímarit kosið Sophie Scholl merkustu konu 20. aldarinnar. Rósir Vinirnir Christoph Probst, Sophie Scholl og Hans Scholl í Munchen. Á þessum degi 22. FEBRÚAR 1943 ENDALOK HVÍTU RÓSARINNAR Háskólinn Forsalur háskólabygging- arinnar, þar sem Sophie Scholl kast- aði dreifiritum fram af svölunum. Dreifiritin Minnismerki á Scholl- systkinatorgi við Háskólann í Munc- hen. Í stéttinni eru dreifirit Hvítu rósarinnar greipt í málm. Kvikmynd Sophie Scholl fyrir rétti, leikin af Juliu Jentsch í þýsku kvikmynd- inni „Sophie Scholl: Síðustu dagarnir“. Kvikmyndin var gerð árið 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.