Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 51
Minningar 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna
andláts eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
ÞÓRIS RAFNS GUÐNASONAR
múrara,
Hraunbæ 190,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 12. febrúar.
Útför hans fór fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 19. febrúar.
Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun til Karitas hjúkrunarkvenna
og séra Ólafs Jóhanns Borgþórssonar.
Minningargreinar um Þóri eru á mbl.is/minningar.
Guðrún Bjarnadóttir,
Jóhanna Þórisdóttir, Ingþór Jónsson,
Guðni R. Þórisson, Guðbjörg E. Ingólfsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi
okkar,
KRISTJÁN EGGERT RAGNARSSON,
Kirkjubraut 20,
Höfn í Hornafirði,
sem andaðist á Hjúkrunarheimili Hornafjarðar
mánudaginn 16. febrúar, verður jarðsunginn frá
Hafnarkirkju, Hornafirði þriðjudaginn 24. febrúar
kl. 14.00.
Steinlaug Gunnarsdóttir,
Karel Kristjánsson,
Högni S. Kristjánsson, Ásgerður I. Magnúsdóttir,
Ragnar G. Kristjánsson, Þórunn Scheving Elíasdóttir,
Jónína L. Kristjánsdóttir, Jón H. Kristinsson
og barnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Ég hef eytt ófáum
stundum heima hjá
ömmu og afa um æv-
ina, það var svo gott
að koma heim til þeirra. Í heilan
vetur í grunnskóla fór ég alltaf í
Safamýrina eftir skólann í pössun.
Það var líka styttra að fara heim
til ömmu og afa heldur en að labba
heim til mín og því fór ég oft þang-
að, jafnvel þótt ég þyrfti ekki pöss-
un. Ég man eftir mér liggjandi á
stofugólfinu hlustandi á geisla-
diskana hennar ömmu með Whit-
ney Houston og Lindu Ronstadt.
Það voru ekki margar ömmur sem
hlustuðu á svo „framúrstefnulega“
tónlist, hvað þá áttu geislaspilara.
Eða áttu örbylgjuofn sem nú er
orðinn sögufrægur innan fjölskyld-
unnar eftir litríkt ferðalag ömmu
með blessaðan ofninn frá Banda-
ríkjunum.
Það var svo hlýlegt og heim-
ilislegt hjá ömmu, hún tók alltaf
vel á móti manni. Ef maður var
með kvef var amma alltaf tilbúin
með heitt sítrónuvatn með hunangi
og hrísgrjónagrauturinn hennar
ömmu með miklum kanilsykri var
með því besta sem maður fékk. Ég
man líka alltaf eftir því þegar ég
var pínulítil og amma var að svæfa
mig, þá hélt hún í höndina á mér
og strauk þumlinum á handarbak-
inu. Óskaplega þótti mér það nota-
legt.
Í seinni tíð horfðum við saman á
Leiðarljós og hneyksluðumst á vit-
leysunni sem var í gangi þar,
amma sagði mér sögur frá því í
gamla daga af langafa og lífinu í
Fljótavíkinni og þegar hún fór ung
í vist. En við spjölluðum líka um
nýstárlegri hluti. Það er mér enn
minnisstætt þegar við Auður systir
vorum í kvöldmat á Háaleitisbraut-
inni og Auður fór að geifla sig eitt-
hvað og fíflast og amma spurði
hvort hún væri að rappa? „Fyrst,“
sagði amma, „fordæmdi ég rapp og
fannst þetta allt bölvaðir vitleys-
ingar, en svo fór ég að hlusta og þá
var þetta bara skemmtilegt. Í guð-
anna bænum ekki segja neinum að
amma ykkar hafi gaman af rappi!“
Amma var stolt af fjölskyldunni
sinni og öllum barnabarna- og
barnabarnabarnafjöldanum og
þótti henni fátt skemmtilegra en
fjölskylduboð þar sem allir voru
mættir að dást að henni og hún að
okkur. Í minningunni lifir
skemmtileg, lífsglöð, einstaklega
félagslynd og brosandi amma, ég á
eftir að sakna hennar.
Ýrr Geirsdóttir.
Mig langar að minnast elsku
ömmu minnar, Önnu Júlíusdóttur.
Ef ég væri beðin að lýsa ömmu í
nokkrum orðum væri það bros-
andi, bjartsýn, hlæjandi og full
lífsvilja. Ég held bara að amma
hafi verið ein hamingjusamasta
manneskja sem ég hef þekkt.
Sama hvað á bjátaði hélt hún bæði
fast í bjartsýni sína og óþrjótandi
lífsvilja.
Það er kannski vegna þessara
kosta að hún skilur eftir sig stórt
skarð í dag. Amma og afi nutu
þeirrar gæfu að eignast mikinn
fjölda afkomenda og í þeim lifir
amma áfram. Dillandi hlátur,
óþrjótandi lífsvilji og bjartsýni
endurspeglast í börnum hennar,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um.
Síðustu daga hef ég mikið hugs-
að til hennar ömmu og minninga
tengdra henni. Ólíkt eldri kynslóð
afkomenda hennar varð ég ekki
þeirrar ánægju aðnjótandi að upp-
lifa Bakkagerðistímabilið. Hins
Anna Júlíusdóttir
✝ Anna Júlíusdóttirfæddist á Atl-
astöðum í Fljótavík í
Sléttuhreppi 12. des-
ember 1923. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 8. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Dómkirkjunni 17.
febrúar.
vegar var ég oft hjá
ömmu og afa í Safa-
mýrinni en þau
bjuggu þá rétt hjá
okkur fjölskyldunni
sem gat stundum
komið sér vel.
Mér er eitt atvik
mjög minnisstætt.
Foreldrar mínir
höfðu keypt nýveidd-
an rauðmaga í mat-
inn við Ægisíðu. Þeg-
ar heim var komið
hófust þau handa við
að verka fiskinn.
Verkunin hófst og um leið gaf fisk-
urinn frá sér ægilegt óp. Flúðu þá
foreldrar mínir út úr eldhúsinu og
hringdu beint í Önnu ömmu. Hún
myndi vita hvað skyldi gera við
æpandi fiska sem lægju á eldhús-
borðinu. Amma var ekki lengi að
hlaupa milli húsa og verka æpandi
fiskinn örugglega. Hikaði ekki einu
sinni. Ég man að ég stóð í dyra-
gættinni, vart eldri en 7-8 ára, og
dáðist að röskum handbrögðum
þessarar konu. Já, þetta var sko
amma mín og svona vildi ég verða
þegar ég yrði stór. Hún kunni að
verka æpandi fiska.
Við andlát Önnu ömmu kom mér
í hug brot úr kvæði eftir Huldu;
Sorg.
Allar stundir ævi minnar
ertu nálæg, hjartans lilja.
Þó er næst um næðisstundu
návist þín og angurblíða,
ástarljós og endurminning.
Allar stundir ævi minnar,
yndistíð og harmadaga,
unaðssumur, sorgarvetur
sakna ég og minnist þín.
Vigdís Eva.
Við systkinin urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að eiga yndislega
ömmu sem var heima og gat hugs-
að um okkur á daginn þegar for-
eldrar okkar voru að vinna.
Margar minningar koma upp í
hugann og þá ekki síst auðvitað
margar frá Bakkagerðinu þar sem
við eyddum miklum tíma sem
börn. Heimabakað brauð, besti
hrísgrjónagrautur í heimi, falskur
héri sem manni þótti alltaf jafn
leyndardómsfullur, kringlum dýft í
dísætt kaffi, nammiskápurinn, lín-
herbergið, angandi af eplalykt um
jólin og herbergi 107 þar sem við
fengum að hnoðast og rusla til.
Þetta voru yndislegir tímar.
Bakkagerðið var einfaldlega æv-
intýraheimur fyrir okkur krakkana
hvort sem það var við leik í garð-
inum á sumrin með svefnpoka og
teppi, hjólað um götuna á allt of
stórum hjólum eða rennt niður
innkeyrsluna á veturna með sleða
eða allt of stór skíði.
Það var hvergi eins gott að vera
þegar maður var veikur eins og
hjá ömmu. Þar var manni hjúkrað
af alúð, færðir heitir drykkir í
rúmið og kalt handklæði sett á
ennið. Já, ekta amma. Það má líka
til gamans geta að á þessum tíma
voru fjórir unglingar á heimilinu,
yngri systkini móður okkar. Við
barnabörnin fundum aldrei fyrir
sérstöku álagi því fylgjandi, þvert
á móti gerði þetta veruna hjá
ömmu enn skemmtilegri.
Allar veislurnar, þorrablótin,
jólaboðin! Í minningunni var amma
alveg sérstaklega veisluglöð og var
reglulega með stórfjölskylduna í
mat. Hún var heldur ekki lengi að
snara upp skírnarveislu og stúd-
entsveislu fyrir okkur systurnar
þegar okkur vantaði húsnæði fyrir
slíkt.
Já, það var alltaf líf og fjör í
kring um ömmu og afa.
Amma var einstaklega blíð
manneskja og hláturmild og hvern-
ig sem við rifjum upp þá munum
við ekki eftir að hún hafi nokkurn
tímann verið annað en jákvæð og
aldrei sparaði hún hrósið.
Anna amma fylgdist vel með
pólitík og heimsmálunum og hafði
sterka réttlætiskennd. Hún var
alla tíð mjög upptekin og stolt af
fjölskyldu sinni, barnabörnum og
barnabarnabörnum. Hún hringdi
reglulega í fólkið sitt og var alltaf
með það á hreinu hvað allir voru
að gera. Vinkona hennar sagði ein-
hverntímann við hana að hún væri
mjög „afkomendaglöð“ og það lýsir
henni vel, alltaf stolt af sínu fólki,
jákvæð og glöð.
Elsku Anna amma, þín verður
sárt saknað, þú varst einstök
manneskja og þannig munum við
allaf minnast þín.
Elsku afi, megi guð styrkja þig.
Sigyn Eiríksdóttir, Signý
Eiríksdóttir, Óskar Eiríks-
son.
Elsku amma.
Þær eru ófáar minningarnar
sem koma í hugann þegar ég
hugsa til þín. Það fyrsta sem mér
dettur í hug sem lýsir þér hvað
best er eflaust að þú varst dama
fram í fingurgóma. Þú varst aldrei
svo veik að ekki væri hægt að laga
á þér hárið og gera þig fína. Það
vantaði líka aldrei jákvæðnina og
alltaf þegar maður hélt að nú færi
að síga á seinni hlutann hjá þér þá
varstu búin að fá þig útskrifaða af
sjúkrahúsinu, komin í kjól og farin
út að borða eða bara heim til afa.
Það er samt ekki laust við að
maður sakni þín dálítið, sakni þess
að fá hjá þér grjónagrautinn góða
sem enginn annar kunni að búa til,
sakni þess að spjalla við þig uppi í
rúmi og sakni þess að koma og sjá
þig uppdressaða með hárið fínt,
skælbrosandi og tilbúna í matar-
boð.
Einhverstaðar heyrði ég að ekk-
ert sem væri þess virði að berjast
fyrir væri létt og því fékkstu að
kynnast. Þú barðist fyrir að vera
með okkur sem lengst og það var
svo sannarlega þess virði því þú
gafst mér persónulega mikið og
mótaðir mig með jákvæði þínu og
baráttuhug.
Ég gekk inn í svefnherbergið
þitt um daginn, eftir að þú varst
farin og sá þar stærsta hárspreys-
brúsa sem ég hef á ævinni séð og
ég gat ekki annað en brosað því
það minnti mig á hvað þú varst
mikil dama og hvað þú hafðir gam-
an af því að hafa þig til og þrátt
fyrir að afi sé þessi karlmannlegi
karl sem gefur ekki mikið fyrir að
vera í ósamstæðum sokkum og þú
þessi dömulega dama þá sá maður
að þið sköpuðuð fullkomið jafnvægi
ykkar á milli og elskuðuð hvort
annað til enda og það er öfunds-
vert.
Ég man eitt sinn þegar ég var
að flytja til Selfoss 4 eða 5 ára
gamall og komst ekki fyrir í bíln-
um svo ég þurfti að vera eftir
heima hjá ykkur afa við mikinn
grát minn en þú brostir og gafst
mér meira „After eight“ en ég
hafði áður séð, sem er kannski lýs-
andi fyrir ykkur afa, nóg af nammi
í nammiskápnum og nóg af kær-
leika, gleði og ást handa öllum sem
þurftu á að halda og þannig ætla
ég að muna eftir þér.
Hvíldu nú í friði og hafðu það
gott á himnum.
Kær kveðja,
Kolbeinn Karl Kristinsson.
Mig langar að kveðja Önnu Júl-
íusdóttur nokkrum orðum. Um leið
leitar hugurinn til Guðmundar sem
nú sér á bak lífsförunauti sínum í
rúm 60 ár. Vonandi megnar fjöl-
skyldan sem þau Anna skópu að
hjálpa honum að takast á við sáran
missi.
Það eru að verða 20 ár síðan ég
kynntist Önnu, ömmu konunnar
minnar. Þessi kvika og glaðlega
kona tók mér opnum örmum og
það var auðvelt að finna hjá henni
að ég var velkominn í fjölskylduna.
Það mátti samt alveg finna líka að
hún ætlaðist til að ég stæði mig og
reyndist elsta barnabarninu henn-
ar vel. Aðrar kröfur gerði hún
ekki.
Við fórum strax að spjalla og þó
hún væri auðvitað búin að frétta
eitthvað um mig kom eðlislæg for-
vitni hennar um fólk strax í ljós.
Henni fannst sjálfsagt að vita
hvaðan menn bar að og hverra
manna þeir voru. Allt var þetta án
hnýsni, en að gömlum og góðum
sveitasið vildi hún vita deili á sam-
ferðamönnunum. Henni var nefni-
lega ekki sama um fólk. Þegar frá
byrjun var mér ljóst hvað fjöl-
skyldan var henni mikilvæg og ég
dáðist að dugnaði hennar við að
fylgjast með því hvað allir voru að
fást við, án þess að vera að grípa
fram fyrir hendurnar á fólki, þó
auðvitað vildi hún líka leggja sitt
af mörkum.
Við sveitafólkið töluðum stund-
um um sveitirnar „okkar“ og hún
hafði alltaf jafn gaman af því að
segja frá Fljótavíkinni. Hana lang-
aði mikið til að yngra fólkið í fjöl-
skyldunni kynntist svæðinu. Þó
hún kæmist ekki þangað síðustu
árin þá leyndi sér ekki að hugurinn
leitaði oft á æskuslóðirnar og hún
gladdist með okkur þegar við fór-
um norður á ströndina við ysta haf
fyrir nokkrum árum. Í huga Önnu
bjuggu Hornstrandirnar yfir verð-
mætum sem ekki féll á, þrátt fyrir
allar þær nýjungar sem hún varð
vitni að á langri ævi. Hún tókst á
við tilveruna af sjálfsögðu æðru-
leysi og jákvæðni var henni í blóð
borin. Það kom sér vel fyrir hana
því hún átti oft við heilsuleysi að
stríða. En stúlkan frá Fljótavík bjó
líka yfir seiglu og það var ótrúlegt
að sjá hana rísa upp aftur, hressa
og káta og tilbúna að takast á við
lífið af fullum krafti þó þrautirnar
hefðu lagt hana í rúmið um tíma.
Oft fékk maður svipað svar þegar
spurt var um heilsuna. „Ég var nú
ansi léleg í gær en ég er miklu
hressari núna.“ Ég held að þessi
lífsafstaða hafi haft mikið að segja
um það hversu hárri elli Anna
náði, þrátt fyrir erfiða heilsu. Að
takast á við erfiðleika af jákvæðni
og hafa gaman af því að ganga
með fólkinu sínu gegnum lífið, þó
það sé ekki alltaf dans á rósum, er
nokkuð sem hún kenndi okkur og
það er kjarninn í minningu okkar
um hana. Þannig muna drengirnir
mínir eftir langömmu sinni. Þannig
arf er ekki ónýtt að fá að eiga með
fjölskyldu þeirra Guðmundar.
Friðrik Dagur Arnarson.